Vikan - 24.05.1999, Page 18
HVUNNDAGSHETJAIH
<u
c
3
-I
ui
</>
y>
‘■5
>
LU
TJ
C
>
S
c
c
ro
E
£
O
<u
GQ
W
?
‘O
n
x
£
Elsa Einarsdóttir var í
kjörbúð að kaupa í mat-
inn skömmu fyrir jól árið
1996 þegar stafli af brauðrist-
um féll yfir hana. Elsa hafði
verið bundin við hjólastól í rúm-
an áratug vegna læknamistaka
þegar þetta óhapp átti sér stað.
Það er Ijóst að Elsa rúllaði sér
sjálf inn í verslunina og jafnljóst
að síðan hefur hún ekki getað
komið sér hjálparlaust á milli
staða. Fjölmörg vitni voru að
slysinu enda kjörbúðin full af
verslandi fólki. Brauðristastafl-
inn var svo hátt hlaðinn af
verslunarinnar hálfu að enginn
náði að taka efst úr staflanum
þannig að fólk hafði tekið innan
úr honum og því fór sem fór.
Elsa féllst á að segja blaða-
manni Vikunnar sögu sína.
„Ég mun hafa henst til í
stólnum þegar þetta gerðist því
ég varð svört af marblettum
langt niður á bak. Ég fékk
höggin á höfuðið, hálsinn, öxl-
ina og niður eftir baki," segir
Elsa sem situr eftir án þess að
geta lengur björg sér veitt og
var við slysið endanlega svipt
getunni til að komast ferða
sinna og bjarga sér að mestu
leyti sjálf. Elsa missti við þetta
slys kraftinn í síðasta heila út-
limnum og hefur hún, nú tveim-
ur og hálfu ári eftir óhappið,
enn ekki fengið slysabætur
greiddar.
,,í versluninni voru staddir
menn úr björgunarsveitinni
Ingólfi að selja Gjöf á gjöf. Einn
þeirra horfði á þegar stæðan
hrundi yfir mig,11 segir Elsa sem
átti sér einskis ills von og fékk
heilahristing við að fá stæðuna
yfir sig. „Stæðan kom öll aftan
að mér og á hlið en ef ég hefði
séð hana koma hefði ég reynt
að forða mér. Ofan á höfðinu á
mér var risakúla eftir þetta og
ég var mjög vönkuð." Þótt
vönkuð væri skynjaði Elsa að
hún gæti ekki sett hjólastólinn
sjálf inn í bílinn og bað hún um
aðstoð við það. Lögreglumaður
ók Elsu upp á slysadeild. Þar
var hún fram yfir miðnætti og
var þá send ein heim. ,,Ég lá
síðan alla nóttina inni á baði og
ældi," segir Elsa. ,,Ég datt í
gólfið og komst ekki í stólinn
og gat enga björg mér veitt. Ég
gat einhvern veginn skorðað
mig yfir baðkarið og haldið mér
þannig og gat svo ekki hreyft
mig fyrr en heimilishjálpin kom
næsta morgun og bjargaði
mór. Ég er með Securitas-
hnapp hérna, sem ég er alltaf
vön að grípa með mér inn á
bað, en hafði ekki haft rænu á
því þarna um nóttina. Núna er
ég búin að bæta úr þessu og
er komin með síma inni á
baði," segir Elsa, þar sem við
sitjum í vistlegri íbúð hennar að
Sléttuvegi, í húsnæði sem er
sérhannað fyrir fatlaða.
Elsa á þrjú börn, á aldrinum
27 til 33 ára. Elst er dóttir sem
er sagnfræðingur, miðbarnið er
þrítugur sonur sem vinnur að
mastersgráðu í málvísindum
og yngst er dóttir, sem er að
Ijúka BA-prófi í rússnesku með
tékknesku og málvísindi sem
aukafög. ,,Ég erafskaplega
rík," segir Elsa, ,,bæði að
barnaláni og fyrir það hvað ég
á góða vini sem hafa gert mikið
fyrir mig í gegnum árin."
Fjölskyldan bjó á Suðurnesj-
um áður en læknamistökin
gerðu það að verkum að Elsa
varð hreyfihömluð. Elsa stóð í
málaferlum vegna mistakanna
í sjö ár. Málið fór tvisvar fyrir
undirrétt og tvisvar fyrir Hæsta-
rétt, vegna formgalla. Að sjö
árum liðnum féll sá úrskurður
að þetta hefði jú gerst, en væri
„engum að kenna". Var Elsu
því ekki dæmd ein einasta
króna í bætur að undanskildri
gjafsókn. Elsa á erfitt með að
tala um þetta en segir þó í
sambandi við málsóknina:
„Þar stendur ekki steinn yfir
steini."
Eftir slysið í kjörbúðinni hitti
Elsa rannsóknarlögreglumann
sem lagði hart að henni að fá
sér lögmann vegna slyssins.
Sjálf leit hún svo á að slysið
væri hreint tryggingamál og
með fjölda vitna að atvikinu
yrði ekki erfiðleikum bundið að
fá skaðann bættan, en annað
kom í Ijós. Elsa hafði samband
við hæstaréttarlögmann sem er
enn með mál hennar og enginn
botn hefur enn fengist í það.
Hvað hefur tryggingafélagið
greitt þér fram til þessa?
Færðu mánaðarlega upphæð
frá þeim þar til málið leysist?
„Ertu frá þér?! Þeir borguðu
flestar læknanótur og rann-
sóknir fyrsta árið og ekkert
fram yfir það.
Hver er staða málsins núna?
„Ég er búin að fara í örorku-
mat hjá lækni, sem lagði ríka
áherslu á í sínu mati, að það
yrði að taka tillit til þess að
þarna var ég að missa máttinn
í síðasta heila útlimnum.
Tryggingafélagið vildi ekki
sætta sig við þetta mat. Því
verður farið í svokallað tveggja
lækna mat, þannig að trygg-
ingafélagið leggurtil einn lækni
og við annan."
Lögmaður Elsu fékk beiðn-
ina um tveggja lækna matið í
hendurfrá tryggingafélaginu í
febrúar 1999, rúmum tveimur
árum eftir slysið. ,,Það er svo
mikið að gera hjá þeim að þeir
máttu ekki vera að því að út-
búa þessa beiðni fyrr," segir
Elsa. Skömmu áður en blaðið
fór í prentun fékk Elsa niður-
stöðu matsins og var þegar
Ijóst að hún gæti ekki sætt sig
við þann úrskurð er þar var
upp kveðinn. Það virðist því
nokkuð Ijóst að enn muni drag-
ast að Elsa fái sitt tilfinnanlega
tjón bætt.
FRELSISSKERÐINGIN
SÁRUST
Hvað af því sem þú gast fyrir
desember 1996 ertu ófær um
að gera í dag?
„Ég get ekki vaskað upp og
ekki eldað mat og ekki strokið
yfir gólfin eins og ég gerði. Svo
greip ég í að spila á píanó en
þeirri ánægju er ég svipt í dag.
En stærsta skerðingin er
frelsisskerðingin því ég get
ekki vippað stólnum inn í bíl
lengur og á þar að auki erfitt
með að keyra bíl núna. Ef ég
ætla að fara ein að versla verð
ég að fara með ferðaþjónustu-
bíl eða taka leigubíl, sem er
rándýrt og ég hef ekki efni á.
Ég er þannig svipt því ferða-
frelsi sem ég þó hafði." Elsa
nefnir sem dæmi að til þess að
komast í afmæli móður sinnar,
hafi hún þurft að taka leigubíl
og borga fyrir hann síðustu
aurana sína, en afmælið var 9.
18 Vikan