Vikan


Vikan - 24.05.1999, Síða 21

Vikan - 24.05.1999, Síða 21
hefur nóg að gera í nytjalistinni. gert. Listamannsheitið þykir mér frekar vera viðbrögð fólks við því sem ég er að gera heldur en ég ákveði það sjálf að ég sé listamaður. Ætli það taki ekki lista- mannsævina að verða góður listamaður!" segir Jenný að lokum. Á verkstæðinu. Jenný hef- ur komið sér upp góðu verkstæði í bflskúrnum heima hjá sér og þangað segir hún alla velkomna að koma og skoða. Vikan 21 virkilega nýtast undir eitt- hvað. Eins og áður sagði hafa verk Jennýjar vakið athygli og ekki er ólíklegt að eig- endur veitingastaða eins og Fiðlarans og Karólínu- restaurant á Akureyri hafi einmitt heillast af þessari hlið listakonunnar þegar þeir fengu hana til að hanna ýmsa muni fyrir sig, allt frá kertastjökum upp í matar- stell. Jenný neitar því ekki að þessi verkefni hafi verið ansi mikill stökkpalllur fyrir sig og þar hafi verk hennar náð til margra. Listamaður er skapi nytjamuni fái sjálf- sagt ekki betri kynningu en einmitt á fallegum og vönd- uðum veitingahúsum sem þessum. Sú kynning er Jenný hefur fengið nú hefur komið því í kring að sérpantanir streyma til hennar. "Þó ég sjái varla fram úr þeim þá reyni ég alltaf að vinna til að eiga á lager. Hérna heima hef ég komið mér upp góðri vinnuaðstöðu og hingað eru allir velkomnir. Fólk er alltof ragt við það að hringja heim til listamanna og spyrja hvort það megi koma og skoða. Því finnst eins og það sé að trufla og ef það kemur heim líður því eins og það verði að kaupa eitt- hvað. En svo er alls ekki." Sameinar vinnu og áhugamál Jenný hefur mik- inn áhuga á starfi sínu og viðurkenn- ir að þar fari sam- an vinna og áhuga- mál. "Þaðþykja mér mikil forrétt- indi," segir hún og bætir við, ..."það er gott að geta ráð- ið sér sjálfur en auðvitað þarf mað- ur að vera þó nokkuð samvisku- samur eigi hlutirnir að ganga upp. Þetta er eins og hver önnur vinna. Ég er alltaf farin út í skúr að vinna upp úr níu, þegar ég hef komið strákn- um mínum á leikskólann, og hér er ég til eitt. Oftar en ekki skrepp ég í skúrinn á kvöldin og um helgar." Þó lítið hafi verið um formlega kynningu á verk- um Jennýar þá ætlar hún að bæta um betur í apríl og taka þátt í sýningu hand- verksfólks í Laugardagshöll. Þar mun hún sýna og selja verk sín ásamt fleiri lista- mönnum. "Þar ætla ég að Einn af þeim munum sem Jenný bjó til fyrir heimilið er þessi gamaldags og fallegi vaskur í baðherberginu. "Kannski er það með mig eins og marga iðn- aðarmenn að ég geri of lítið af því að vinna fyrir heimilið. Ég læt mig alltaf sitja á hakanum. Þó lét ég verða af því að búa til þennan vask, ásamt sápu- skál og tannburstaglasi þegar við fluttum inn í húsið okkar og gerðum bað- herbergið upp." e Örlítið sýnishorn af munum Jennýar. Hún notar mikið sömu litina sem hún kallar sína, bláan, grænan og brúnan og síðan skreytir hún með gulli. sýna ýmsa nytjamuni sem ég er að vinna að þessa dagana. A meðan ég er að undirbúa sýninguna þá verða sérpant- anir því miður að bíða en ég dáist að fólki, hvað það er þolinmótt." Leirkerasmiður eða leirlistakona Eins og sagði að framan þá titlar Jenný sig frekar leirkera- smið en leirlista- konu. Henni þyk- ir það eiga betur við sitt sérsvið, nytjalistina. "Það sem ég er að gera tel ég að flokkist undir listiðn. T.d. þegar ég er að gera bolla, þá er hver bolli hand- unninn og ein- stakur í sjálfu sér, en getur þó verið keimlíkur öðrum bolla sem ég hef

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.