Vikan


Vikan - 24.05.1999, Page 23

Vikan - 24.05.1999, Page 23
A vcrkstæfti: Verkstæði l»ór- eyjiir cr í þvottaliiisiim cn |iar licfur Iiiiii koinið scr npp að- stiiðu ineð þcim tækjuin og tólnin seni til þarf. r'J f - -"T.i þykir skemmtilegra að vinna í íslensku hornin og hún nefnir að hornin séu mjög misjöfn eftir dýrum, hornamassi þeirra sé ólíkur. Pórey notar litinn í hornun- um til að ná fram andstæð- um og sérstöku munstri, og þegar hún vinnur með bein gerir hún aðeins af því að lita þau á náttúrulegan hátt, þá t.d. með tei, lauk og papriku. "Með því að vinna í bein og horn þá get ég gert allt mögulegt. Ég er mikið i því að gera bréfahnífa, bréfa- klemmur, skeiðar, skartgripi og tölur svo eitthvað sé nefnt. Ég geri mynstrin al- farið sjálf og hef ekki fengið mig til að vinna með gömlu íslensku mynstrin eins og þau voru. Ég er meira fyrir að nota mynstur sem aðal- lega hafa verið skorin út í tré og ég skoða mikið bæk- ur, danskar og norskar, til að fá hugmyndir. Síðan sker ég einnig út eitthvað sem ein- kennir Skagafjörð eins og Drangey." Þórey á sér eitt dekur- verkefni. "Þaðergulla- skjóðan mín. Mig hefur langað til að gera hana árum saman. I henni er ekkert heilagt og gullin reyna á hugmyndaflug barnanna. Ég gerði útskýringar með skjóðunni á mörgum tungu- málum sem segja frá gullun- um og hvernig þau voru not- uð. Ég er einna ánægðust með þetta verk mitt ásamt völuspilinu. Gullin set ég síðan í leðurpoka sem ég bý til en um aðra muni sníð ég sérstakar pappaöskjur." Handverkið getur verið búbót að sögn Þóreyjar, sér- staklega ef hún gæti gert meira og látið annað sitja á hakanum. "Það er samt erfitt að ná launum í þessu og við handverkskonur sem skráðar erum fyrir búi njót- um ekki þeirrar undanþágu sem annað handverksfólk nýtur varðandi virðisauka- skattinn. Salan hefur annars alltaf komið á óvart en ég fór fljóllega að selja það sem ég bjó til. Ég hef mest selt í Skagafirði, í hand- verkshúsinu okkar í Varma- hlíð, og munirnir eru alveg jafn vinsælir af útlendingum sem Islendingum," segir Þórey að lokum. Skartgripir: Hluti af þeim skartgripuin seni Þórey hefur gert úr beinuni. Bcin in litar hún á náttúrulegan hátt. Vikan 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.