Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 45

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 45
með honum barnsmeðlag. gæti verið sjúkur fyrir tilverknað föður síns. Þegar læknarnir loks fundu út hvað amaði að honum var alnæmið komið á lokastig. Hann var orðinn svo veikur að Jennifer segist hafa verið byrjuð að undirbúa jarðarförina hans. „Áður en Brandon fékk réttu sjúkdómsgreininguna var stöðugt verið að reyna á honum ný lyf. Ég annaðist hann heima og þurfti stöðugt að vekja hann til þess að gefa honum lyfin. Þannig gekk þetta í fjóra mánuði áður en hann fékk réttu sjúkdómsgreininguna. Þá sögðu læknarnir mér að þeir ættu ekki von á þvi að hann gæti lifað lengur en nokkra mánuði. Á næstu vikum léttist hann um mörg kíló, hann var stöðugt með háan hita og of máttlaus til þess að geta stigið í fæturna. Ég var viss um að hann gæti dáið hvenær sem var og var búin að ákveða að hann yrði jarðaður í uppáhaldsskónum sínum sem hann kallaði „mannaskóna" sína. En Jennifer er mjög sterk kona og viljastyrkur hennar er jafn sterkur og ást hennar til sonarins. Hún ákvað að gera hvað sem í hennar valdi stóð til þess að bjarga lífi hans. Hún sat tímunum saman á bókasafni sjúkrahússins og las læknabækur, rannsóknar- skýrslur og úrklippur úr blöðum og reyndi að komast að einhverju sem gæfi einhvern vonarneista. Að lokum rakst hún á grein um byltingarkennda lyfjameðferð sem væri verið að reyna á full- orðnu fólki sem þjáðist af al- næmi. Læknarnir neituðu að gefa Brandon lyfin. En Jennifer hætti ekki fyrr en hún fékk þá til þess að samþykkja það. Það varð til þess að bjarga lífi Brandons. „Ég var ákveðin f því að læra sem mest um sjúkdóminn," segir Jennifer. „Ég gat ekki til þess hugsað að Brandon dæi í hönd- unum á mér og vildi gera allt sem í mínu valdi stóð til þess að bjarga honum. Eftir að ég las um lyfjameðferðina varð ég að berj- ast fyrir því að hann fengi hana. Læknarnir sögðu mér að þeir væru hræddir við að gefa honum Vikan 45 _______________ Brandon hefur lítið mótstöðu- afl, oft er hann svo illa haldin af verkjum að það er nauðsynlegt að gefa honum morfín. Tvisvar á dag kemur hjúkrunarfræðingur heim til hans og gefur honum lyf- ið í gegnum magaslöngu. Jennifer á ennþá erfitt með að kyngja þeirri staðreynd að nokkur maður geti gert það sem Brian gerði syni sínum. Þegar hún horf- ir til baka segist hún hissa á sjálfri sér að hafa ekki uppgötvað hvern mann hann hefur að geyma. Brian sagði henni að hann væri ófær um að geta börn og þess vegna varð hún hissa þegar hún uppgötvaði að hún var ófrfsk. „Hann varð mjög reiður þegar ég sagði honum fréttirnar og sagðist alls ekki kæra sig um börn. Hann sagðist vera viss um að hann ætti ekki barnið." Meðan Jennifer var ófrísk lagði Brian hvað eftir annað hendur á hana. Hann flutti til Saudi-Arabíu stuttu áður en Brandon fæddist. „Ég féll fyrir Brian í fyrsta skipti sem ég sá hann. Hann virkaði mjög indæll maður. En eftir að við giftum okkur var ég fljót að sjá að oft er flagð undir fögru skinni." Ef Brandon deyr úr sjúkdómn- um verður pabbi hans dæmdur fyrir morð. Hins vegar gæti hann verið látinn laus til reynslu eftir 15 ára fangelsisvist. Jennifer finnst það óréttlátt. „Það er ekkert til sem heitir reynslulausn fyrir son minn, hann fær aldrei annað tækifæri og kemur aldrei til með að ná fullri heilsu. Þessi maður stjórnar ennþá lífi okkar." lyfin vegna þess að þau væru ætluð fullorðnu fólki. En ég sagði við þá: „Þið verðið að taka áhættuna. Vissulega er mögulegt að hann deyi af lyfjaskammtinum en það er öruggt að hann lifir ekki lengi án lyfja." Að lokum tókst mér að sannfæra þá. Lyfjameð- ferðin var ennþá á tilraunastigi en ég vissi að þetta var eina úrræðið sem okkur stóð til boða. Og kraftaverkið gerðist; Brandon þoldi lyfin og í dag greinist hann ekki lengur með alnæmi." Brandon hatarföðursinn meira fyrir að valda mömmu sinni sorg en að eyðileggja líf sitt. Hann langar til þess að hitta föður sinn og krefja hann svara. Jennifer var viðstödd réttarhöldin og í hvert sinn sem hún kom heim spurði Brandon: „Sástu pabba?" „Hann er á þeim aldri þegar strákar líta upp til föður síns og taka hann sér til fyrirmyndar," segir Jennifer. Brandon á aftur á móti pabba sem ber ábyrgð á sjúkdómi hans. Hann langarað heyra pabba sinn segja að hon- um þyki þetta leiðinlegt og vill að hann biðji sig fyrirgefningar. Ég sagði honum sannleikann; það eina sem pabba hans finnst leiðinlegt er að það komst upþ um hann.” Meðan á réttarhöld- unum stóð skrifaði Brandon dómaranum bréf. í bréfinu stóð: „Ég er sár og reiður. Ég vona að pabbi eigi eftir að eyða allri ævinni í fangelsi. Hvernig gat hann gert þetta?" í dag er Brandon hress og kát- ur og reynir að láta sjúkdóminn ekki stjórna lífi sínu. Hann hefur gaman af körfubolta og takmarkið er að geta hjólað á nýja hjólinu án þess að nota hjálpardekkin. Annað takmark er að fá að gista einhvern tímann hjá einhverjum vina sinna. En staðreyndin er sú að margir vina hans fá ekki leng- ur að leika við hann og upp komu vandamál þegar Brandon átti að byrja í skóla. „í fyrstu kröfðust skólastjórinn og kennararnir þess að Brandon fengi kennslu heima," segir Jennifer. „Það átti að einangra hann frá hinum börn- unum. Þegar loksins var sam- þykkt að hann kæmi í skólann var farið með hann inn í skóla- stofu þar sem hann var einn með kennaranum. Engin önnur börn voru í stofunni. Það er útilokað að Brandon smiti hin börnin en fólk er svo fullt af fordómum og veit yfirleitt mjög lítið um þennan sjúkdóm."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.