Vikan


Vikan - 24.05.1999, Síða 52

Vikan - 24.05.1999, Síða 52
Dramadrottningar . -ési, Líf hennar er ein allsherjar sápuópera og hún er langþjáða stjarnan Ertu orðin leið á að vera í hlut- verki bestu aukaleikkonunnar í sápuóperulifi vinkonu þinnar ? Ertu orðin þreytt á að hlusta á endalausar krísusögur úr lífi hennar? Hér koma ráð um hvernig þú getur hjálpað henni að komast frá enda- lausum kveinstöfum. "Mágkona mín heldur aö maö- urinn minn sé þunglyndur og ég er hrædd um að hún hafi rétt fyrir sér. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á til bragðs að taka," segir vin- konan skjálfandi röddu. Þetta er dæmigert símtal frá konu sem við skulum kalla Láru og þjáist af þeim hvimleiða kvilla að vera dramadrottning. I klukkustundar löngu símtali hvetur þú hana til að örvænta ekki og sannfærir hana um að til séu ýmis ráð gegn þunglyndi. Það líða tveir dagar og Lára hringir aftur. Nú fer annar klukkutími í að greina þunglyndi manns hennar og kryfja málið til mergjar. Viku síðar hringir þú í Láru til að heyra hvernig henni gangi að fást við þunglyndi eigin- mannsins. En eins og alltaf er það orðið úrelt umræðuefni. Nýtt vandamál hefurtekið við í lífi Láru. "Ég er svo hryllilega slæm í bakinu. Annað hvort er þetta svona svakalegt þursabit eða brjósklos og ég ligg bara fyrir. Ég efast um að ég komist á fætur næstu vikur." Aumingja Lára. Óheppnin virð- ist elta hana á röndum. Hún er stöðugt að kljást við vandamál og segir sjálf að hún sé fædd undir óheillastjörnu. Vissulega er hún stundum óheppin, en oftast er þó um að ræða stórlegar ýkjur með dramatískum lýsingum. Um dag- inn fór kötturinn hennar t.d. í hungurverkfall því það var komið annað gæludýr á heimil- ið. Ekki merkilegt, hugs- ar þú en reyndu að segja Láru það! í hennar huga eru minnstu krísur daglegs lífs hreinustu hörmungar. En það er einmitt eitt helsta ein- kenni þess að vera dramadrottning að þríf- ast á vandamálum eða jafnvel búa þau til. Dramadrottningar eru krísufíklar. Þær eru krísu- fíklar Flestallir eiga vin- konu, ættingja eða ná- granna sem er drama- drottning og þrífst á stöðugu drama. Ef dramadrottningin er ekki að barma sér yfir eiginmanninum, þá er hún upp á kant við vinnuveit- anda sinn. Einn daginn er eld- húsvaskurinn stíflaður, þann næsta eru börnin svo erfið og ef hún hefur ekki meiriháttar krísu á takteinum, þá einfald- lega býr hún hana til. Tannvið- gerðirnar eru að fara með fjár- haginn, þakið lekur og hún þjáist af síþreytu. Dramadrottningar eru snillingar í að gera allt að vandamáli. Tökum annað dæmi. Solla er tæknifræðingur og þriggja barna móðir. Hún hringir þrisvartil fjór- um sinnum í viku f vinkonu sína sem er heimavinnandi og liggur því vel við höggi. "Hún er móður- sjúk þegar hún hringir eða kemur í kaffi og eitt sinn hringdi hún al- veg niðurbrotin þvf að fjórtán ára dóttur hennar hafði verið sagt upp af kærastanum! Hún var svo miður sín að maður hefði getað haldið að eiginmaðurinn hefði yf- Ertu háð hörmungum? Stundum er gaman aö vera miöpunktur athygli. En hvernig veistu hvort þú hefur farið yfir strikiö og sért orðin háö vandamálunum? Ef þú svarar þremur eða fleiri af eftirfarandi spurningum játandi, þá eru líkur á aö þú sért krísufíkill og þurfir aö skoöa betur hvernig þú bregst viö sveiflum í lífinu: 1. Ertu oft hættulega nærri því að missa af stefnumótum eða fundum? 2. Notar fólk lýsingarorð um þig á borð við dramatísk eða upptrekkt? 3. Bregstu sterkt við aðstæðum - sérðu nýja graftarbólu í and- litinu á þér og ert viss um að hún sé illkynja æxli, eða telur að smávægileg mistök í vinnunni bindi enda á starfsframa þinn? 4. Þegar þér líður mjög vel, áttu samt von á að eitthvað hræðilegt komi fyrir þig eða þá sem þér þykir vænt um? 5. Ef samband er rólegt og afslappað, finnst þér það vera leiðinlegt? 6. Finnst þér að frábærir hlutir gerist hjá öðrum en slæmir aðeins hjá þér? 7. Segja vinir og vandamenn þér oft að hafa ekki áhyggju og gera ekki of mikið úr hlutunum? 52 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.