Vikan


Vikan - 24.05.1999, Page 53

Vikan - 24.05.1999, Page 53
irgefið hana skyndilega. Hún var jafn harmi slegin yfir þessu atviki og þegar móðir hennar gekk und- ir erfiðan hjartauppskurð nokkrum vikum fyrr. Allt sem ger- ist hjá henni er jafn umfangsmikið og það er aldrei nein lognmolla í lífi hennar." Hvers vegna láta þær svona? Hvers vegna eru þessar konur háðar því að líf þeirra sé stöðug ringlureið og örvænting? Jú, átakanlegir og dramatískir at- burðir vekja athygli og drama- drottningar virðast hafa sjúklega þörf fyrir umhyggju og athygli. Að vera miðpunktur Munchausen-mæður Ýktasta mynd krísufíkilsins sem þráir athygli framar öllu er sú þegar móðir þjáist af hinu svokallaða Munchausen syndrom. Þessi persónuleikatruflun lýsir sér í því að móðirin gerir barn sitt veikt með ýmsum hætti. Hún leitar síðan aðstoðar á spítala undir því yfir- skini að vesalings barnið hennar sé fárveikt, þegar hún er í raun á sinn sjúklega hátt að tryggja sér meðaumkun og athygli. Þess- ar konur eitra fyrir börnunum sínum, svelta þau, nudda skaðlegum efnum á húð þeirra eða taka fyrir vit þeirra þar til þau missa meðvitund og flýta sér þá með þau lífvana á spítala. Hvers vegna misþyrma þessar mæður börnum sínum á þennan hroðalega máta? Munchausen-mæður eru taldar persónuleika- truflaðar, þunglyndar, kvíðnar og veruleikafirrtar. Þær nærast á athyglinni sem þær fá; að vera aumingja konan með þetta lang- veika barn. Á spítalanum er hin "umhyggjusama og fórnfúsa" móðir uppspretta samúðar og stuðnings starfsfólks. Hún nýtur þess að eiga bágt, á kostnað heilsu eða jafnvel lífs barns síns. Hvernig geta vinir og fjölskylda hjálpað? Viö sækjumst öll eftir athygli, stuðningi og spennu í lífinu. Það er manninum eðlilegt. En krísufík- ill fer óeðlilegar leiðir til þess að uppfylla tilfinningalegt tómarúm og veit fátt betra en að gera úlfalda úr mýflugu. Um leið eyðir slík mann- eskja upp orku sinni og nær jafnvel ekki að njóta raunverulegra hæfi- leika sinna. Krísan heltekur allt í lífi hennar og á endanum eru vinir og vandamenn alveg við það að gef- ast upp á samskiptunum við hana. En hvernig á að fást við krísufíkil- inn? Davidson segir að í fyrsta lagi eigi maður ekki að láta neyða sig til að hlusta á margra klukku- tíma langa kveinstafi. Forðastu að segja "guð minn góður!" og varastu að sýna hluttekningu, því slík viðbrögð virka sem hvatning á krísufíkilinn og hann færist allur í aukana. Sendu öðruvísi skila- boð frá þér, t.d. "þetta er að gera mig brjálaða, svo ég get rétt ímyndað mér hvernig þér líður! Við ættum kannski að tala um eitthvað annað." Stundum er Ifka nauðsyn- legt að setja ákveðin tímamörk:" Ég hef aðeins fimm mínútur til að spjaila, hvað er það sem þú vilt ræða?" Dramadrottningar geta vanið sig af að þrífast á krísum, en það er ekki auðvelt. Það sem skiptir meginmáli er að hjálpa þeim til að verða meira meðvitaðar um hegð- un sína, svo þær hætti að nota “óhöpp" til að sníkja sér athygli. Vandamál geta gefið okkur tæki- færi og aukið svigrúm til að þroskast og einnig kennt okkur að vera þakklát fyrir það sem við höf- um. Heilbrigð manneskja nýtir sér þess háttar tækifæri, drama- drottning nýtur bara krísunnar. athyglinnar er mjög eftirsóknar- vert í þeirra huga, þótt það sé aðeins um stundarsakir. Dramadottningar eru snillingar í að gera allt að vandamálum Joy Davidson sálfræðingur segir að geðshræringin hjá þess- um konum geti verið mjög æsandi upplifun. "Þessi stöðugi æsingur eykur streymi ákveðinna heilaboðefna sem skapa tilfinn- ingalega örvandi ástand. Til þess að komast í þetta sæluástand veldur krísufíkillinn sjálfur ýmsum óhöppum, þó að það sé ekki meðvitað. Þær "gleyma" tímanum hjá tannlækninum eða foreldra- fundinum. Þær stóla oft á drama til að auka sjálfsöryggi sitt. "Ein leiðin til að bæta úr lélegu sjálfs- mati er að skapa sér erfiðar að- stæður, því þá þarftu að leysa hið tilbúna vandamál og þá kem- ur þú klár og örugg fyrir sjónir" segir Davidson. Að sjálfsögðu eru ekki allir sem lenda í erfiðleikum krísufíklar: "Margir lenda í ýmsum áföllum sem eru ekki ásköpuð", segir Ruth Jaffe sem starfar sem sál- könnuður í New York. "Fórnar- lömb raunverulegrar sorgar og áfalla þurfa virkilega á stuðningi okkar að halda. Hjá drama- drottningunum er hins vegar allt annað uppi á teningnum; þær skapa sínar krísur sjálfar. Sumar þeirra eru meðvitaðar um hegðun sína og viðurkenna að þær njóti hennar. Þessar konur hunsa t.d. reikningana sína vísvitandi og þegar þær eru að drukkna í gluggapósti, setja þær sig í stell- ingar með símann til að leysa málin. Það er dæmigerð tilbúin krísa. Þær fá mikið "kikk" út úr þessu og finnst þær kjarnakonur að komast yfir svona erfiðleika. Þeim finnst þær vera hetjur." Vikan 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.