Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 54
Lífsre\yyislusam Eg læsti sorgina Að missa barnið sitt er hræðilegasta uppiifun sem nokkurgengurí gegnum. Ég þurfti virki- lega á hjálp að halda þegar sonur minn dó. Svo ég tali nú ekki um að ég hefði átt að vera til stað- ar fyrir manninn minn. Hann missti líka son. í staðinn læsti ég sorgina inni í mér og lét manninn minn syrgja í einrúmi. Sex ár eru ekki langur tími til samvista við barn sitt. Þessi ár eru þó allt sem ég fékk með syni mínum. Hann var glókollur með fallega liðað hár og mikill ærslabelgur. Ég mun aldrei gleyma dánar- degi hans sem var bjartur vor- dagur. Kvöldið áður lá ég óvenju lengi í rúminu hans og las fyrir hann uppáhaldssög- una, Emil í Kattholti. Við spjöll- uðum saman um daginn og veginn. Hann var spenntur vegna þess að hann var að byrja í skóla um haustið og spurði í sífellu um hvernig væri að fara í alvöru skóla. Vinir hans höfðu þó verið að upplýsa hann um heim hættunnar sem beið hans. Ég strauk yfir koll- inn og kyssti hann góða nótt og faðmlag hans var óvenju langt, a.m.k í minning- unni. Hann tilkynnti mér að ég væri besta mamma í heimi áður en ég slökkti Ijósið. Morguninn eftir þurfti ég að vera farin til vinnu áður en hann vaknaði og pabbi hans kom honum í leikskólann. Áður en ég fór gekk ég að rúminu hans, kyssti ennið og strauk yfir hárið. Ég vildi ekki vekja hann, það var svo mikil værð yfir honum. Venjulega var ég laus úr vinn- unni á hádegi en var beðin að vinna lengur þennan dag. Ég hafði leikskólapláss til klukkan tvö, þannig að ég varð við þeirri bón. Rétt eftir hádegið fékk ég skyndilega ákaflega mikla köfn- unartilfinningu. Áður en ég vissi af var ég þotin inn á bað og vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Loksins náði ég andanum og leit í spegil. Ég leit út eins og draugur, var hvít í framan og mér leið ákaflega illa. Ég staulaðist fram á skrif- stofuna og tautaði að ég þyrfti að hvíla mig, samstarfsfólk mitt horfði undrandi á mig. Mér hafði aldrei orðið misdægurt. Vanlíðanin jókst stöðugt og ég man að ég hugsaði með mér að ég væri að verða geðveik. Það hefur eitthvað gerst í höfð- inu á mér. Nokkrum mínútum síðar kom ein samstarfskona mín til mín angistarfull á svip og rétti mér símann. Forstöðukon- an á leikskólanum var grátandi og tilkynnti mér að það hefði orðið hræðilegt slys. Ég yrði að fara beint upp á sjúkrahús. Ég vissi um leið að litli drengurinn minn væri dáinn. Sem betur fer hafði einhver vit á að koma mér út í bíl og ég var keyrð á sjúkra- Öll heimsins tár myndu ekki færa mér son minn aftur. húsið. Ég fann að lífi hans var lokið. Samstarfskona mín hringdi í manninn minn, en hann var þá á leiðinni til mín. Við hittumst í andyrinu á sjúkrahúsinu, horfð- umst í augu og vissum bæði að sonur okkar væri dáinn. Yndis- leg hjúkrunarkona tók á móti okkur og allt starfsfólkið var okkur eins elskulegt og hægt er á slíkri stundu. Við fengum að vita að hann hefði látist sam- stundis er hann varð fyrir bíl. Málsatvik voru þau að nokkrir krakkar höfðu stolist út úr garð- inum á leikskólanum og sonur okkar var einn þeirra. Þau ákváðu að fara í eigin óvissu- Við hittumst í and- dyrinu á sjúkra- húsinu, horfðumst í augu og vissum bæði að sonur okkar væri dáinn. ferð og voru komin nálægt um- ferðargötu. Á sama tíma fékk gamall bílstjóri aðsvif og missti stjórn á bíl sínum sem endaði upp á gangstétt. Á nákvæm- lega þeim stað stóð hópurinn sem ræddi stoltur um hetjudáð- ir sínar, að komast út fyrir girð- inguna á leikskólanum. Sonur okkar var fæddur foringi og stóð næst gangstéttarbrúninni. Hinir krakkarnir komust ein- hvern veginn undan bílnum og ekkert annað barn slasaðist. Á svipuðum tíma var farið að sakna barnanna og fóstra son- ar míns sá hópinn og var nán- ast kominn á staðinn þeg- ar slysið átti sér stað. Hún gat ekkert gert til að afstýra slysinu. Eftir á sé ég að það var bara röð tilviljana sem réð því að hann var staddur þarna. Yfir- leitt var ég alltaf búin að sækja hann á þessum tíma, nánast undantekningarlaust. Börnin höfðu aldrei strokið úr garðin- um fyrr og þau voru ekki úti á götunni. Þau stóðu einungis við hana. Eftir að ég sá son minn, frið- sælan á svip á sjúkrahúsinu, varð ég skyndilega ótrúlega yfirveguð. Mér létti svo mikið við að sjá að hann ieit eins út og þegar ég kvaddi hann þenn- an örlagaríka morgun. Ég hafði kviðið því óskaplega að sjá hann. Ég gekk að símanum og hringdi til allra okkar nánustu ættingja og lét þá vita. Ömmur hans og afar komu á spítalann til okkar og systkini mín buðust til að koma. Ég hélt nú ekki. Við færum bara heim fljótlega. Ættingjarnir böðuðu okkur í ást og umhyggju. Við fengum blóm, kerti, Ijóð og konfekt frá ótrúlegasta fólki. Fólkið kom og grét hjá okkur en ég gat ekki grátið með því. í fyrstu útskýrði ég þessa yfirvegun með því að þurfa að halda andlitinu fram yfir jarðarförina. Maðurinn minn brotnaði saman aftur og aftur og grét án afláts. Á með- an sat ég stjörf. Allir dáðust að hugrekki mínu. Ég stæði eins og hetja. Ég væri kletturinn sem stæði upp úr o.s. frv. Aldrei sáust tár á kinnum mín- um. Ég minnist þess að daginn fyrir jarðarförina leit maðurinn minn á mig og spurði hvort ég fyndi virkilega ekki til, hvort ég þyrfti ekki að gráta. Ég leit á hann forviða og lét sem ekkert væri. Ég hugsaði með mér þótt ég myndi gráta öllum heimsins tárum kæmi sonur minn ekki aftur til mín. Til hvers þá að gráta? Jarðarförin var falleg athöfn og allir voru einstaklega elsku- legir. Ég man að þegar ég stóð 54 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.