Vikan


Vikan - 24.05.1999, Side 55

Vikan - 24.05.1999, Side 55
liggjandi á gólfinu, hágrátandi og berjandi allt sem fyrir var. Honum létti stórlega. Sorgin var að byrja að brjótast út. Daginn eftir komst ég að hjá sálfræðingi sem reyndist mér sérlega góður. Ég fór að leyfa ættingjum og vinum að hjálpa mér að ganga í gegnum sorg- ina. Ég fór að gera mér grein fyrir að sonur minn væri dáinn en ég lifði. Ég sá líka að ég var ekki sú eina í heiminum sem syrgði. Það væri fjöldinn allur af fólki sem hefði líka upplifað mikla sorg, ekki bara ég. Ég hafði verið svo upptekin af eigin sorg að ég sá ekki hvað maður- inn minn kvaldist. Hann missti líka son. Foreldrar okkar misstu barnabarn sitt, systkini okkar frænda sinn og svo mætti lengi telja. Ég hafði einblínt á mína sorg. í dag eru liðin fjögur ár og ég grátið og talað um son minn. Get meira að segja brosað þegar einhver rifjar upp skemmtilegan atburð sem átti sér stað með honum. Sem betur fer áttaði ég mig á eigin- girni minni í tíma og sá hversu heppin ég var að eiga svona yndislegan og skilningsríkan eiginmann. Ég hefði ekki af- borið að missa hann líka. Minningin um son okkar lifir með okkur. Ég verð dugleg að segja litlu systur hans frá stóra bróður þegar hún hefur vit til að skilja að bróðir hennar breyttist í engil. í kirkjunni og fólk tók utan um mig var mér svo heitt að ég var að kafna. Ég hörfaði líka und- an öðru hvoru þegar mér var farið að líða virkilega illa. Um leið og ég kom heim fór ég inn í barnaherbergi og ákvað að pakka dótinu hans niður í kassa. Maðurinn minn kom undrandi inn á eftir mér og bað mig að bíða aðeins með þetta. Ég gekk þegjandi út úr herberginu og reif niðurfallega nafnskiltið hans sem ég hafði útbúið á hurðina. Ég vonaði að það myndi brotna í þúsund mola. Strax daginn eftir pakk- aði ég öllu dótinu hans niður og afmáði öll ummerki um að barn hefði átt þetta herbergi. Sem betur fer henti ég ekki kössun- um heldur sendi manninn með þá út í geymslu. Maðurinn minn sagði ekkert við þessu, leyfði mér að fá útrás á þennan hátt. Eftir á upplýsti hann mig um að seinna um kvöldið hefði hann farið í geymsluna og týnt upp úr kössunum myndir og annað sem honum fannst við hæfi að halda eftir. Dagarnir á eftir liðu hægt. Ég fór á hverjum degi upp í kirkjugarð og sat við leiðið. Ég gat ekki hætt að hugsa um hvers vegna sonur minn hefði verið tekinn í burtu? Af hverju hann? Ættingjar og vinir voru duglegir að koma í heim- sókn og þegar frá leið fór ég að heyra athugasemdir eins og"líf- ið heldur nú áfram" og "þú ert ung og getur eignast fleiri börn". Ég þoldi ekki að heyra þetta en lét á engu bera. Dofn- aði ef eitthvað var. Hvað átti annað fólk með að segja mér hvernig mér ætti að líða og hvernig ég ætti að takast á við lífið? Ég þoldi ekki að sjá að maðurinn minn gat brosað og jafnvel hlegið innan um annað fólk. í hvert skipti sem hann nefndi nafn sonar okkar gekk ég í burtu. Ég öskraði á hann og sagði honum að hunskast heim og verahjámér. Eg fann að ég var ekki tilbúin að fara að vinna. Ekki strax. Einn daginn þegar maðurinn minn hringdi til að segja mér að hann þyrfti að vinna lengur, brotnaði ég saman. Ég öskraði á hann og sagði honum að hunskast heim og vera hjá mér. Ég þyrfti á honum að halda. Mælirinn var orðinn full- ur og tilhugsunin um að fá hann ekki strax heim gerði úts- lagið. Hann kom auðvitað strax heim og sá konuna sína lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er velkomið að skrífa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Hcimilislangii) er: Vikan - „Lífsrcyn.slusaj>a“, Scljas cgur 'l()l Reykjavík, Ncffang: vikan@frodi.is

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.