Vikan - 24.05.1999, Síða 61
I
*
Nf.
íslandsvinkonan Lauryn Hill var ekki há í loftinu þegar áhuginn á tónlistinni
kviknaöi. Stúlkan var svo tónelsk aö hún svaf á gólfinu í nokkur ár. "Ég átti stór-
an plötuspilara sem var öðrum megin í herberginu mínum og hinum megin var
rúmið mitt. Ég notaði heyrnartól til að hlusta á tónlistina því foreldrum mínum
var illa við hversu hátt ég stilltj alltaf græjurnar," segir Hill, sem ólst upp í New
Jersey. "En snúran náði ekki að rúminu þannig að ég lá vanalega á gólfinu og
hlustaði á kvöldin. Þetta var svo þægilegt að ég svaf á góifinu í nokkur ár." En
hvers vegna færði hún ekki bara plötuspilarann? "Ég var bara sjö ára þegar
þetta byrjaði. Græjurnar voru allt of þungar fyrir mig." Á þessum árum hlustaði
hún mest á Patti LaBelle & the Bluebells.
LISTRÆNT UPPELDI
Joseph Fiennes vakti mikla athygli í myndinni Shakespeare In Love þar
sem hann heillaði Gwyneth Paltrow upp úr skónum. Alkunna er að Jos-
eph er bróðir leikarans Ralph Fiennes, sem tilnefndur var til Óskarsverð-
launa fyrir frammistöðu sína í The English Patient og Schindler's List, en
færri vissu að Joseph á tvíburabróðir, Jake. Fjöiskyldan var frekar rótlaus á árum áður og fluttu 14 sinnum
um England og írland á meðan börnin voru að vaxa úr grasi. "Ég var mjög heppinn með uppeldi en það var
óhefðbundið. Það var alltaf fróðlegt fólk í kringum okkur - leikarar, tónlistarmenn, myndhöggvarar. Þetta
hafði mikil áhrif á okkur systkinin," segir Joseph. Hann og Ralph eru ekki þau einu í fjölskyldunni sem hafa
lagt ieiklistina fyrir sig. Systir þeirra, Sophie, er ieikkona og Martha er leikstjóri. Bróðirinn Magnus er tónlist-
armaður og tónskáld. Sá eini í systkinahópnum sem ekki er listamaður er tvíburinn
Jake. Hann er veiðivörður. Nokkrir úrfjölskyldunni tóku höndum saman og gerðu
myndina Onegin sem frumsýnd verður í sumar. Ralph og Sophie leika í myndinni,
sem Martha leikstýrir og Magnus semur tónlistina. Joe segist vera ánægður með að
hafa ekki verið með. "Ég er viss um að þau vilja ekki vinna saman aftur."
Rós Vikunnar
Að þessu sinni er það karlmaður sem fær Rós vi’kunn-
ar. Dóróthea Einarsdóttir útnefnir Ingolf J. Peter-
sen, lyfjafræðing í Lyfjabúð Hagkaups í
Mosfellsbæ til Rósar Vikunnar.
„Hann er alveg einstaklega hjálpsamur og ráðagóður.
Hann reynir alltaf að leysa úr málunum þegar viðskiptavin-
irnir lenda í vanda og það er mjög gott að hafa svona
mann á stað þar sem sjúklíngar þurfa að leita aðstoðar.
Ingolf átti áður Apótek Mosfellsbæjar og þegar hann flutti
yfir til Lyfjabúðar Hagkaups
tók hann með sér liðlegheit-
in. Ég er viss um að fleiri
Mosfellingar en ég hafa notið
góðs af því að hafa svona
elskulegan mann í aþótekinu
þegar á hefur reynt."
Ingolf fær sendan vegleg-
an blómvönd og vonandi
heldur hann áfram að vera
svona Ijúfur við viðskiptavin-
ina í Mosó.
* * - &.pZé&SCi* 1
Rós Vikunnar
Þekkir þú einhvern sem á
skilið að fá rós Vikunnar?
Ef svo er, hafðu þá sam-
band við „Rós Vikunnar,
Seljavegi 2,101 Reykjavík"
og segðu okkur hvers
vegna. Einhver heppinn
verður fyrir valinu og fær
sendan glæsilegan
rósavönd frá
Blómamiðstöðinni.
SAMAN í VINNU *
Anne Heche er þekktust fyrir að vera ást-
kona gamanleikkonunnar Ellen DeGeneres
en hún hefur hlotið míkla athygli síðan þær
komu saman út úr skápnum. Nú ætlar
Heche að reyna fyrir sér við leikstjórn og
hefur fengið DeGeneres í lið með sér. Það er
kapalstööin HBO sem hefur boðið þeim
vinnu við sjónvarpsmyndina If These Wall
Could Talk 2. Þetta er þetta er sjálfstætt
framhald af sjónvarpsmynd sem gerð var
fyrir þremur árum og þar voru Demi Moore,
Sissy Spacek og Cher í aðalhlutverkum. í
hverri mynd eru sagðar þrjár sögur með
sama þema. í fyrri myndinni var fjallað um
fóstureyðingar en nú er þemað samkyn-
hneigð. Heche, sem lék í fyrri myndinni,
mun skrifa handrit og leikstýra einum hlut-
anum en DeGeneres og Sharon Stone leika
lesbískt par.