Vikan


Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 12

Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 12
„Mér finnst þjónustan á Greiningarstöðinni í einu orði sagt frábær.“ hins vegar með Arsenal. Svo skemmtilega vill til að aðdá- endur Arsenal á íslandi eiga sinn eigin aðdáendaklúbb sem á einmitt rætur sínar að rekja til Selfoss. Ólafur sýnir mér félagsskírteinið og í fór- um hans má finna Arsenal- trefil. Farið þið strákarnir ekki alltaf að rífast þegar sýnt er frá enska boltanum í sjón- varpinu? „Nei, nei, við gerum það ekki. Við höldum líka báðir með Liverpool." svarar Ólafur Dagur. Bræðurnir eru greinilega miklir félagar og að sögn Önnu eru þeir mjög nánir þrátt fyrir að vera eins ólíkir og þeir eru. Hvernig varð Önnu innan- brjósts þegar fréttist að hún hefði verið kosin Sunnlend- ingur ársins? „Það kom mér á óvart. Ég lít ekki svo á að ég ein hafi fengið viðurkenninguna heldur við öll sem fjölskylda. Við erum mjög samhent og eldri krakkarnir eru duglegir að hjálpa okkur. Við stönd- um saman sem ein heild og það skiptir mestu máli.“ Eru mörg börn á íslandi sem þjást af vöðvarýrnun? „Sjúkdómurinn er marg- þættur og afbrigðið sem þeir eru með er óþekkt. Þeir eru einu börnin á landinu með þessa tegund og enginn veit af hverju.“ Geta þau hjónin leitað til annarra foreldra sem eru í svipuðum sporum og þau til að fá stuðning? „Við hittum nokkra krakka og foreldra þeirra á Greiningarstöðinni tvisvar sinnum á ári. Þá geta for- eldrarnir rætt saman. Við hjónin höfum fyrst og fremst veitt hvort öðru stuðning. Ég tel að ef hjón eru samhent þá geti þau stutt hvort annað mjög vel.“ Nú eru bændur gjarnan mikið bundnir heima við og eiga erfitt með að taka sér löng frí. Hafið þið hjónin eitthvað getað farið í frí saman? „Já. í fyrra fórum við tvö á Vestfirðina, það var gott frí. Strákarnir hafa farið nokkur sumur í sumarbúðir í Reykjadal og þá höfum við notað tímann til að fara í frí. Annars höfum við alveg get- að gert það sem okkur hefur langað til. Ég hef farið á námskeið sem eru yfir helgi. Okkur finnst þetta ekki vera neitt vandamál þótt strák- arnir séu í hjólastól og þurfi meiri ummönnun. Við hin hjálpumst bara að og þá gengur allt vel.“ Það er mikið að gera á stóru heimili og Anna er greinilega með alla hluti á hreinu. Kunnuglegar setn- ingar eins og: „Mamma, hvar er ...:?“ heyrast kall- aðar öðru hvoru og Anna svarar um leið og veit hvar hlutinn er að finna. Húsmóðirin hefur í nógu að snúast og því rétt að leyfa henni að sinna þeim verkefnum sem bíða hennar. Flesta daga vikunnar er ein- hvers konar dagskrá í gangi vegna strákanna svo sem sjúkraþjálfun og læknaheimsóknir. Við kveðjum Sunn- lending ársins sem eru vel að nafnbótinni komnir. Viðhorf eins og Anna Gísladóttir hefur tileinkað sér gagnvart sjúkdómi sona sinna er einstakt. Hún er sjálf svo upp- full af bjartsýni og já- kvæðni að hún smitar út frá sér. Hún sannar enn og aftur mikilvægi þess að menn séu bjartsýnir þegar eitthvað bjátar á. Það eru margir sem hefðu gott af því að setjast niður með Önnu og kynnast viðhorfum hennar til lífsins. Hús- móðirin á Selfossi er sannkölluð hetja. Gleðilegt sumarverð á McDonald’sl íslenskur gæða rjómaís eftir séruppskrift McDonald’s. Léttur, ferskur og fitu- og sykurminni en gengur og gerist. Hrein afurð íslenskrar náttúru. enda mjólkin uppistaðan í ísnum. 75,- í brauð- formi íslenskur gæða rjómaís eftir séruppskrift McDonald’s. Fitu- og sykurminni en gengur og gerist. Þrjár sósur: Heit súkkulaði, heit karamellu eða köld jarðarberja. McFlurry,99 í bikar 149,- V t Vp/‘/ AA I McDonald's I ■ Hreint lostæti! McDonald’s ísréttur eins og þeir gerast bestir; ís með sælgætisívafi. Þú getur valið þér tvær af eftirtöldum bragð- tegundum: Mulið Smarties, mulið Crunch, lakkrísbita,jarðarberja-, súkkulaði- eða karamellusósu. Kaldur og frískandil Hinn eini, sanni, óviðjafnanlegi McDonald’s sjeik. Veldu þér súkkulaði-, jarðarberja-, vanillu- eða bananabragð. SJEIK miðstærð 169,- Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.