Vikan


Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 47
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir pjddi. aðlaðandi? Vegna þess að njósnararn- ir okkar völdu þig. Njósnarar, sagði Roxanna og hló. Hvers konar njósn- arar? Fólk sem við ráðum til þess að finna viðeigandi við- skiptavini. Með „viðeig- andi“ á ég við aðlaðandi, huggulega, gáfaða, metnað- arfulla... Roxanna skellti upp úr. Það getur varla verið auð- velt að finna marga slíka! Á landsvísu eru þeir heilmargir, svaraði Viktoría rólega. Hvað kostar að vera með? Mér er illa við að ræða um peninga í símann, en ég full- vissa þig um að þú hefur efni á því. Og þér gefst tæki- færi til þess að skoða mynd- bönd af viðskiptavinum okkar áður en þú ákveður þig- Hvernig veistu að ég hef efni á því að vera með? Viktoría hló. Njósnararnir okkar vinna heimavinnuna sína vel. Roxanna hikaði. Fæ ég að hitta njósnarann sem valdi mig? Því miður, það er á móti reglunum. Ég skil. Verða margir á fyrsta fundinum? Já. Tvær aðrar konur hafa verið valdar út hér í Bradlay og ég geri ráð fyrir að þær komi. Roxanne flissaði aftur. Þær eru líklega báðar jafn aðlaðandi, huggulegar og gáfaðar og ég. Viktoría merkti við nafnið í bókinni. Hún átti eftir að hringja í tvær í viðbót og þær yrðu eflaust auðveldari viðfangs en Roxanne. Á menntaskólaárunum hafði Roxanna haft orð á sér fyrir að vera ævintýragjörn og frökk, en heimsk var hún ekki. Þrjár flugur í einu höggi. Hún yrði að kaupa smákök- ur til þess að bera fram með ávaxtapúnsinu. Rusty hlakkaði til þess að hitta Rae í hádeginu en samt lá illa á honum meðan hann beið eftir henni á veit- ingahúsinu. Það var ekki bara þetta með Viktoríu, það var allt. Hann var búinn að sækja um að fá leyninúmer og hann fengi það eftir nokkra daga. Hann pantaði sér bjór, settist niður og beið eftir Rae. Halló, er langt síðan þú komst? Hann leit upp þegar hún settist á móti honum. Bara nokkrar mínútur. Það lítur út fyrir að þú vit- ir nú þegar það sem ég ætla að segja þér, sagði hún. Ég er búin að hringja í Maxine, vinkonu Bobbys í Connect- icut, og ég hringdi líka í gall- eríið sem ætlar að sýna myndirnar hans. Enginn hefur hugmynd um hvar hann er. Ég er orðin virki- lega hrædd um hann. Ég held að það sé kominn tími til þess að hafa sam- band við lögregluna, sagði Rusty. Við getum farið á lögreglustöðina þegar ég er búinn að vinna í kvöld. Rae kinkaði kolli. Ég skal láta fjölskyldu hans vita. Söru frænku finnst þetta kannski óþarfi en ég er sam- mála þér. Hún leit rannsak- andi á hann. Það er eitthvað fleira sem er að angra þig, ekki satt? Þú lítur ekki beint glaðlega út. Hann andvarpaði og gat ekki fengið sig til þess að segja henni frá uppákom- unni í svefnherbergi Viktor- íu. Þetta er bara ekki minn dagur, sagði hann. Allan fyrri hluta dagsins hafði Agnes Mills setið í litlu stofunni sinni og skoð- að myndir af Rósalíu. Frá því hún var ungbarn, lítil stelpa, táningur... Nú var hún á leiðinni heim úr matvöruversluninni með tvo stóra innkaupa- poka og ennþá var hún að hugsa um Rósalíu. Frú Salino hefði aldrei átt að samþykkja það að Rósa- lía flytti ein til New York. Hún hafði sagt sína skoðun á málinu en enginn hafði hlustað hana. Ef bara Alex hefði verið á lífi... Hann hefði aldrei látið Rósalíu fara. Hann hefði þorað að viðurkenna að hún væri ekki í standi til þess að sjá um sig sjálf. En það var of seint að iðr- ast. Rósalía hafði farið, hún hafði látið breyta andliti sínu og nú trúði hún því sjálf að hún væri ekki lengur Rósalía. Má bjóða þér far? Agnes sneri sér að bláa vörubílnum. Ungi maðurinn sem sat við stýrið brosti til hennar. Ég veit ekki hvort þú manst eftir mér, sagði hann. Ég er Rusty Erlich. Við hittumst heima hjá Viktoríu. Hún kinkaði kolli. Þessir pokar líta út fyrir að vera þungir, svo ef þú vilt sitja í... Kærar þakkir, sagði hún. Ef það er ekki úr leið fyrir þig- Ekkert mál. Hann stökk út úr bílnum og hjálpaði henni með pokana. Hvar býrð þú núna? spurði hann þegar hann var aftur sestur undir stýri. Rétt hjá Viktoríu. Hún horði á hann forvitnilega. Hvað ertu gamall, ungi maður? Tuttugu og fjögurra. Gekkst þú í menntaskóla hér í bænum? Já, hvers vegna spyrðu? Ég held að ég hafi séð þig fyrr. Það passar. Ég þekkti þig aftur þegar við hittumst heima hjá Viktoríu. Þú hafð- ir búið í húsinu í mörg ár, var það ekki? Þegar Rósalía Salino bjó þar. Þekktir þú Rósalíu. Ég get nú ekki sagt það, en einu sinni var ég í veislu hjá henni. Allt í einu mundi Agnes eftir veislunni og hún áttaði sig á því hvers vegna hún mundi eftir unga manninum. Hann hafði komið síðastur af klíkunni og hún hafði fylgt honum niður í leikher- bergið. Það var hann sem Rósalía talaði svo oft um. Rósalía hafði svo lengi lát- ið sem hún ætti vini að frú Salino hafði trúað henni. En Agnes vissi betur. Hún hafði reynt að forða því að frú Salino héldi afmælisboðið fyrir Rósalíu, en ekki tekist. Og þrátt fyrir að Rusy hafi komið, Rusty sem Rósalía var svo hrifin af, hafði veislan endað hræði- •ega. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.