Vikan


Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 30

Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 30
Krem sem draga úr hrukkum, gefa raka, halda húðinni ungri, hreinsa hana, endurnýja og fleira og fleira fylla hillur ótal snyrtivöru- verslana. Margar konur eyða fleiri þúsundum króna í hverjum mánuði í snyrtivörur en munu lof- orðin á pakkningunum standast í öllum tilfell- um? Neí, það verður að segjast eins og það er að sumir lofa einhverju sem þeir geta alls ekki staðið við. Öll snyrtivörufyrir- tæki eyða milljónum ár- lega í rannsóknir til að komast að því hvaða efni eru húðinni nauðsynleg og hver munu verða til að bæta útlit hennar. Sann- leikurinn er hins vegar sá að um leið og hvert fyrir- tæki hefur fundið formúlu sem virkar er hún einka- leyfisbundin. Önnur fyrir- tæki kunna að fylgja í kjölfarið og auglýsa að þeirra krem innihaldi sömu efni en varasamt er að trúa sliku þar sem uppskriftinni er haldið vandlega leyndri og eftir- líkingin inniheldur því sennilega of lítið magn virku efnanna til að ár- angur náist. H v a ð e r Sama máli gegnir um hársnyrtivörur en þekkingu á samsetn- ingu hársins hefur fleygt fram á undanförnum árum. Þegar valdar eru snyrtivörur er því best að skoða inni- haldslýsingu sé hún til stað- ar utan á pakkningunum. Þá skapast annar vandi. Hvað gera þessi efni sem nefnd eru og hvers konar efni eru þetta? Hér á eftir fer listi yfir algeng virk efni í húð- kremum og hárvörum snyrtivörufyrirtækja og stutt lýsing á hvað hvert þeirra gerir. Einnig eru útskýringar á algengum merkingum sem hugsan- lega vefjast fyrir mörg- um. Alpha Hydroxy Acids: Náttúrulegar sýrur unnar úr ávöxtum eða sykri. Þær auka sýrustig yfirborðs húð- arinnar, sem verður til þess að dauðar húðfrumur losna frekar en það eru einmitt dauðar húðfrumur sem fylla svitaholurnar og auka fitu eða ofþurrk í húðinni. Amino Acids eða amínósýrur næra hárið og koma í veg fyrir að hárið klofni eða brotni. Þær má einnig bera í hársvörðinn til að auka losun dauðra frumna en það kemur í veg fyrir ofþurrk og flösumynd- un milli þvotta. Ceramides. Gervifitu- efni sem styrkja bindiefnin í frumuvef húðarinnar með því að mynda náttúrulega vörn gegn rakatapi út um hornhúðina. Collagen og Elastin. Tvær tegundir prótein-trefja sem er að finna í miðlagi húðarinnar. Collagen er það efni sem gefur húðinni stinnleika og lögun og styrkir hana. Elast- in viðheldur teygjanleika hennar en er einnig nauð- synlegt til að halda stinn- leikanum. Tapi þessar trefj- ar sveigjanleika sínum er ekki hægt að bæta skaðann með kremum. Snyrtivörur sem innihalda collagen og elastin smjúga aðeins inn í yfirborðslag húðarinnar og þess vegna er aðeins hægt að draga úr hrukkum en ekki koma algjörlega í veg fyrir þær. Essential Oils. Þetta eru ilmkjarnaolíur úr blómum, laufum, trjáberki, rótum og berjum. Olíurnar innihalda hver og ein virk efni plönt- unnar sem þær eru unnar úr. Fullsannað þykir að olíur rósmaríns eða lavenders í nrjög mettaðri lausn hafi ákveðin líknandi áhrif. Hreinar eru þessar olíur alltof sterkar til að nota á húð og því eru þær blandaðar og þynntar til að gefa snyrtivör- um notalegan ilm. Exfoliate. Orðið þýðir að flagna eða flögnun. Snyrtivörum sem innihalda exfoliate-efni er ætlað að hreinsa yfirborð húðarinnar. Oftast er um korn að ræða, fínmuldar hnetur eða ávaxtakjarna sem slípa húð- ina varlega og hreinsa burt óhreinindi og dauðar húð- frumur. Kornunum er síðan blandað saman við ávaxta- sýrur sem hafa þau efna- fræðilegu áhrif að auka sýru- stigið og hjálpa þannig við hreinsunina. Þetta frískar upp húðina og kernur í veg fyrir að svitaholur stíflist en það vinnur gegn bólumynd- un og fækkar fílapenslum. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.