Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 11
„Sjúkdómurinn er
margþættur og af-
brigðio sem þeir eru
Anna ásamt þeim
Ólafi Degi og
Rúnari Geir.
með er óþekkt. Þeir
eru einu börnin á
landinu með þessa
tegund og enginn
veit af hverju.“
Nú hafa foreldrar fatlaðra
barna oft verið að gagnrýna
„kerfið" í heild sinni;
Hversu svifaseint það sé og
eins að menn rekist á veggi.
Hver er þín reynsla?
„Fólk þarf að bera sig eft-
ir öllu, það er alveg sama
hvaða kerfi maður er að tala
um. Þegar maður gengur á
eftir hlutnum þá hefur allt
gengið vel. Maður fær auð-
vitað ekki neitt sent í pósti
án þess að óska eftir því.
Annars finnst mér ég ekki
geta kvartað. Ég hef fengið
úrvals þjónustu hjá Grein-
ingarstöð ríksins og starfs-
mennirnir þar eru allir af
vilja gerðir til að hjálpa til.
Vanti mig einhver gögn það-
an eru málin leyst með einu
símtali. Mér finnst þjónust-
an á Greiningarstöðinni í
einu orði sagt frábær. Allir
aðilar sem koma þar að eru
mjög faglegir og því einstak-
lega gott að leita til þeirra.“
Synirnir eru ekki baggi
á mér
Eins og fram hefur komið
er Anna gífurlega mikil
hannyrðakona og bútasaum-
ur er eitt helsta áhugamál
hennar. Hún er félagi í
áhugamannafélgi á Selfossi
sem kallast Bútalist og sat
meðal annars í stjórn þess
um tíma.
Konurnar hittast og eyða
kvöldi eða helgum í að
sauma saman og þá er tím-
inn vel nýttur. Heimili Önnu
er fallegt og þar má finna
fagurt handverk, litla hluti
og stóra, bæði eftir hana
sjálfa og auðvitað börnin
hennar.
Hvenær kviknaði áhugi
Önnu á bútasaum?
„Ætli það hafi ekki verið
fyrir tveimur árum sem ég
byrjaði fyrir alvöru. Þá var
ég lengi búin að hugsa með
mér að nú skyldi ég byrja á
þessu en ekkert gerðist.
Loksins dreif ég mig á eitt
námskeið og þar með var ég
komin með bakteríuna. Ég
hef farið á nokkur mismun-
andi bútasaumsnámskeið í
Reykjavík og finnst það
mjög skemmtilegt. Ég hef
nú alltaf verið dugleg að
sauma fatnað t.d. á krakk-
ana og svona ýmislegt ann-
að, en það var alveg nýtt
fyrir mér að byrja í búta-
saumnum."
Heimilið og handavinnan
eru Önnu greinilega hug-
leikin og eins hefur hún
mikinn áhuga á garðrækt.
Dúkkur, púðar og málaðir
tréhlutir eru meðal afrakst-
urs myndarskapar húsmóð-
urinnar. Anna dregur fram
fallegan krans sem hún
hafði unnið að kvöldið áður.
Hún hafði skroppið á nám-
skeið í Hafnarfirði og var
komin heim með stóran
krans til að setja á útdyra-
hurðina og þar mátti sjá fal-
lega vinnu.
„Við erum mjög dugleg að
föndra saman hérna á dag-
inn þegar það er rólegt hjá
okkur. Mér finnst ég óskap-
lega heppin að geta verið
heima og sinnt áhugamálum
mínum og verið svona mikið
með strákunum mínum.
Stundum hef ég fundið fyrir
því að fólk heldur að þeir
séu einhvers konar baggi á
mér en ég hef aldrei litið á
syni mína sem slíka. Þeir eru
bara yndislegir. Ekki eru nú
læti í þeim eins og þú heyr-
ir.“
Það eru orð að sönnu því
ekki hefur heyrst hljóð úr
stofunni á meðan við höfum
rætt saman yfir kaffibolla.
Stuttu síðar koma þeir og
spjalla við okkur. Rúnar
Geir er mikill Manchester
United aðdáandi og að sjálf-
sögðu kampakátur yfir gengi
sinna manna að undanförnu.
Hann á gríðarlegt safn
mynda af liðsmönnum og
United húfan er á sínum
stað. Ólafur Dagur heldur
Vikan 11