Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 53
túrtappar:
eru því bómullarbindi klárlega
góð viðbót á markaðinn fyrir
þessar konur, segir Arnar.
Hann undirstrikar að konur
séu mismunandi næmar fyrir
óþægindum af völdum dömu-
binda og segir að beinar rann-
sóknir á þessu sviði séu litlar.
- Ég skil vel að konur vilji
spara sér 12-15.000 krónur á
ári í dömubindakaup með því
að þvo sín bindi sjálfar. Aftur
á móti tel ég að það þurfi
ábyggilega langa og stranga
kynningu hér heima áður en
íslenskar konur taki margnota
bindi upp almennt, segir Arn-
ar.
Margnota túrtappar
Ecosoft selur ekki bara
margnota dömubindi heldur
einnig túrtappa. Þeir eru úr
náttúrusvampi með bómullar-
snúru í gegnum. Fyrir notkun
er tappinn bleyttur með köldu
vatni svo það sé léttara að
stinga honum inn í leggöngin.
Meðan á blæðingum stendur
þarf að taka tappann reglu-
lega út og skola í köldu vatni
áður en hann eru settur aftur
inn. Þegar blæðingum líkur er
tappinn skolaður í ediki og
látinn þorna og geymast á
þurrum stað á milli blæðing-
anna. Gæði tappanna getur
verið mismunandi. Sumir
halda bara í nokkra mánuði,
aðrir í mörg ár. Þegar litlir bit-
ar byrja að losna frá tappan-
um er það merki um að það sé
kominn tími til að henda hon-
um.
Bæði bindin og tappana er
hægt að kaupa í gegnum póst-
kröfu. Áhugasamar konur
geta skrifað eða hringt og
beðið um pöntunarbækling
hjá:
Ecosoft, Fogdevagen 56,
128 41 Bagarmossen, Svíþjóð
Sími: 46-86 002562
Meðbómullí brókunum
Vlnkonurnar Helga Hllmarsdóttlr og
Edda Kristfn Reynls muna vel eftlr
sínum fyrstu blæðingum. Þrátt fyrir
að ekki séu liðin nema rúm tuttugu
ár síðan þær notuðu fyrsta dömu-
blndið sltt hafa breytlngarnar á
markaðnum verlð stórbrotnar.
„Mín fyrstu dömubindi voru heimagerð.
Mamma keypti bómull og svo var hún
klippt niður og vafin inn í klósettpappír.
Þetta var meiri köggullinn, en þetta gekk
maður með í nærbuxunum,“ segir Helga
Hilmarsdóttir 33 ára hárgreiðslumeistari.
Þrátt fyrir að hvorki hún né vinkona hennar
,hin 35 ára gamla Edda Kristín Reynis, sem
er sérkennari, hafi þurft að þvo eða prjóna
sín dömubindi sjálfar, eins og líklega ömmur
og langömmur þeirra gerðu, hafa þær samt
Iifað miklar breytingar hvað dömubinda-
markaðinn varðar.
„Þegar ég byrjaði á fyrstu blæðingunum
voru dömubindi einungis seld í apótekum
og það var mikið feimnismál að fara og
kaupa pakka. Dömubindin á þessum tíma
voru mjög þykk og grisjukennd og voru
ekki með neinu lími heldur dingluðu bara
laus í nærbuxunum,“ segir Edda Krist-
ín.Vinkonurnar eru sammála um það að
ungar stelpur sem eru að byrja á blæðingum
í dag átti sig ekki á því hversu heppnar þær
séu að geta bara labbað inn í næstu búð og
valið úr óteljandi gerðum dömubinda án
þess að blikna. Þær telja að fjölmiðlar hafi
ekki síst átt þátt í því að blæðingar séu ekki
lengur feimnismál í þjóðfélaginu og þakka
dömubindaauglýsingunum sem leiknar eru
í sjónvarpinu á hverju kvöldi fyrir sinn þátt í
því.
Dömubindi fyrlr bandanærbuxur
Helga og Edda eru báðar mjög ánægðar
með dömubindi dagsins í dag. Úrvalið er
gott og allir geta fundið eitthvað við sitt
hæfi. Þær eru samt hissa á því að dömu-
bindaframleiðendur hafi ekki hannað
dömubindi sem passa fyrir hinar svokölluðu
bandanærbuxur sem eru nú mjög í tísku.
Gætu þær vel hugsað sér að sjá slíkt í búðar-
hillunum. Að þær sjálfar eða íslenska kven-
þjóðin í heild sinni fari að nota og þvo
margnota dömubindi geta þær hinsvegar
ekki séð fyrir sér.
„Það er ekki það að ég sé eitthvað á móti
umhverfisvernd en ég minnist bara umræð-
unnar um pappírsbleiur fyrir nokkrum
árum. Þá var talið svo miklu umhverfis-
vænna að nota taubleiur. Einhverjir sérfræð-
ingar komust samt að þeirri niðurstöðu að
ef allir hættu með pappírsbleiurnar og færu
að þvo taubleiurnar þá færi svo mikið
þvottaduft út í náttúruna að það væri orðin
spurning hvort væri verra,“ segir Helga.
„í dag vinna líka flestar konur úti og ég
get ekki séð fyrir mér að þær fari að safna
dömubindum dagsins í poka til þess að fara
með heim og vera svo að skola úr þeim um
leið og þær sjóða kartöflur í kvöldmatinn,“
segir Edda.
Vikan 53