Vikan


Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 38

Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 38
Texti: Jóhanna Harðardóttir Tölvan er stórkostleg uppfinning og góður vinnufélagi. Það er samt ekkert hollt að sitja fyrir framan skjáinn tímunum saman. Hér eru nokkrar bráðnauðsynlegar leiðbeiningar til þeirra kvenna (og karla) sem sitja framan við skjáinn daglangt. Staðreyndin er sú að mjög margir sem vinna við tölvu sitja allt of lengi í einu framan við hana og þreytast því óeðlilega mikið, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Þetta getur komið fram í bak- verkjum, augnþreytu og verkjum, vöðvabólgu í öxl- um, höfuðverk og óþægind- um af ýmsu öðru tagi. Þeir sem reykja standa oft upp, en hinir ættu að gæta sín vel og standa upp jafnoft og vinnufélagarnir sem skreppa „bakvið hús“ öðru hverju til að fá sér smók. Hnykklæknar fá oft tölvu- fórnarlömb í meðferð og þeir tveir sem Vikan leitaði til voru sammála um að það sem skipti mestu máli væri að standa oft upp og hreyfa sig. Þeir mæltu með að fólk sem vinnur við tölvur teygi sig þegar það stendur upp frá tölvunni, gangi nokkrar hringi í herberginu og best sé að fara út í dyr eða að opnum glugga og anda að sér hreinu lofti í leiðinni. Það getur verið erfitt að koma sér upp nýjum venjurn í vinnunni og til þess að læra að standa upp reglulega er langbest að tengja það ein- hverju sérstöku. Það getur til dæmis verið skynsamlegt að venja sig á að í hvert skipti sem síminn hringir skulir þú standa upp meðan þú byrjar að tala við þann sem er í símanum. Það getur líka hentað sum- um að í hvert skipti sem nýr viðskiptavinur, sjúklingur, vinnufélagi eða gestur kemur inn á skrifstofuna þína stand- ir þú upp til að bjóða hann velkominn og gangir aðeins um á meðan þið skiptist á fyrstu orðunum. Það getur líka skipt miklu máli að sitja rétt við borðið og að læra að nota tölvumúsina á réttan hátt. Allir ættu að leggja sig fram um að nota til skiptis hægri og vinstri hönd til að stjórna músinni, læra að nota hana með báðum höndum. Það er ekki eins erfitt og maður gæti haldið að óreyndu. Með því móti má minnka hættuna á að fá svokallaða „músarsótt" sem er nokkurs konar bólga í framhald- leggsvöðvum og sinum. En hér koma nokkur heil- ræði: Horfðu beint fram Svona áttu að sitja framan við skjáinn. Bein í baki, með höfuðið hátt og teygt á hálsinum. Það er rn jög algengt að tölvu- skjáirnir séu of neðarlega, en miðjan á skjánum á að vera í augnhæð þess sem vinnur við tölvuna. Slakaðu á öxlunum og láttu stólinn styðja við mjóhrygginn. Handleggirnir eiga að mynda 90 gráðu horn og það sama gildir um læri og fót- leggi. Vendu þig af að tylla í tærnar undir borðinu; þeir sem eru lágir til hnésins verða að hafa skammel undir fótunum. Létt æfing 1 Sittu bein í baki og haltu um stólset- una. Lyftu hægra fæti ineð hnéð beygt. Endurtaktu þessa ælingu a.m.k. fimm sinnum. Skiptu uin fót og lyftu vinstra fæti á sama hátt. Létt æfing 2 Þessi æiing er góð fyrir þá sem ekki geta staðið oft upp úr stólnum. Sittu bein í baki og lyftu báðum fót- um eins hátt og þú getur. Þessi æf- ing kemur blóðinu vel á hrcytingu. Endurtaktu a.m.k. fimin sinnuni. Teygðu á bakinu Sittu á stólnum og beygðu þig fram eins langt og þú kemst. Láttu hendurnar lafa niður. Andaðu frá þér ineðan þú beygir þig fram en dragðu vel að þér and- ann meðan þú reisir þig upp aftur. Endurtaktu æfinguna tvisvar sinnum. 38 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.