Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 60
TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON
AFMÆLISBORN VIKUNNAR
12. júlí: Anna Friel (1976), Lisa Nicole Carson
(1969), Cheryl Ladd (1951), Bill Cosby (1937)
13. júlí: Cheech Wlarin (1946), Harrison Ford
(1942) 14. júlí: Matthew Fox (1966), Joel
Silver (1952), Harry Dean Stanton (1926),
Ingmar Bergman (1918) 15. júlí: Brian
Austin Green (1973), Iréne Jacob (1966),
Brigitte Nielsen (1963), Lolita Davidovich
(1961), Forest Whitaker (1961), Jan-Michael
Vincent (1944), Ken Kercheval (1935) 16.
júlí: Corey Feldman (1971), Phoebe
Cates (1963), Michael Flatley (1958)
17. júlí: David Hasselhoff (1952), Don-
ald Sutherland (1934) 18. júlí: Elizabeth McGovern (1961)
James Brolin (1940), Paul Verhoeven (1938)
FJOR I EYÐIMORKINNI
pakka
hverjum
degi
Strandvaröahöföinginn David Hasselhoff notaði sumar-
fríið sittfrá Baywatch-þáttunum til að leika í míníseríu í
Marokkó. Hasselhoff leikur þrælasala í þáttaröð sem
hefur hlotið nafnið Shaka Zulu - The Citadel. „Ég
skemmti mér konunglega á kameldýrunum," segir Dav-
id. „Ég kynntist snákatemjara og fékk að dansa við
snáka. Temjaranum stóð þó ekki á sama þegar ég var
kominn aðeins of nálægt svörtu kóbraslöngunni!" Þrátt
fyrir að vera í eyðimörkinni flesta daga var Hasselhoff í
góðu sambandi við eiginkonu sína, Pamelu, og dæturnar,
Taylor og Hayley, í Hollywood. „Við eyddum löngum
stundum í símanum og ég hjálpaði þeim með heimalær-
dóminn í gegnum faxtækið. Ég sendi þeim líka litla
SPARSOM EIGINKONA
James Brolin og Barbra Streisand héldu
upp á eins árs brúðkaupsafmæli sitt á dög-
unum. Fyrsta árið hefur verið viðburðaríkt
og Brolin er enn að læra hvernig hann eigi
að meðhöndla stórstjörnuna sína. Hann er
t.d. alveg hættur að kaupa gjafir handa
Streisand því í hvert sinn sem hann valdi
eitthvað handa henni skipti hún á því og
einhverju sem hana langaði meira í. Þegar
hún átti afmæli í vor ákvað hann að láta
eiginkonuna sjálfa velja sér gjöf. Hún átti
ekki að hafa áhyggjur af kostnaði og hann
ætlaði að borga brúsann. Barbra fór þó
ekki í dýrustu sjoppurnar í Beverly Hills
heldur lét sér nægja að fara á bílskúrssölu
og fann sér glingur sem kostaði aðeins 3
þúsund krónur. Streisand er nokkuð klók í
viðskiptum og er á kafi í verðbréfabraski á
Wall Street. Hún er sérstaklega stolt af því
að hafa hjálpað vinkonu sinni, tískuhönn-
uðinum Donnu Karan, að tvöfalda
fjárfestingu sína, um 70 milljónir
króna, áfimm mánuðum.
EKKERT HERÓÍN
MILLITANNA
Leikarinn Jan-Michael Vincent má
muna fífil sinn fegri. Hann var
mikil hetja í Hollywood þegar
hann lék í þáttunum Airwolf fyrir
nokkrum árum en síðan hefur
leiðin legið niður á við. Áfengis-
og eiturlyfjavandamál hafa sett strik í reikninginn og fyrr á árinu
birtust fréttir af því að Vincent væri vart hugað líf. Hann er þó enn
tifandi og talar um eiturlyfjaneysluna í nýlegu viðtali. Vincent seg-
ist aldrei hafa sprautað heróíni á milli tánna. „Hvern langar í dóp
sem hann ælir af?“ spyr leikarinn. „Ég er alveg til í kynlíf, dóp og
rokk og ról en ekki ælupest.“ Vincent er búinn að glata öllum þeim
aurum sem hann safnaði saman þegar hann var frægur en hann
segir ekkert vera til í þeim sögum að hann þurfi að betla á Long
Beach. Hann viðurkennir þó að fjárhagur hans í dag sé ekki upp á
það besta og hann á ekkert fast heimili.
60 Vikan