Vikan


Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 63

Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 63
innar er mannslíkaminn eins og hann birtist okkur í nútímasamfélagi, hug- myndir um hann, útlit hans, vísindaleg- ar vangaveltur, tíska, afstaða kynjanna, kvikmyndir, kynlíf og kynferði, tækni og matur. Greinarhöfundar eru fjölmargir og fjalla þeir hver um sig á afar skemmtilegan máta um málefni eins og: „Flögð og fagurt flesk", „Vélmennin á elliheimilinu Grund", ,,Stálkonan“ og „Hvernig er hin fullkomna kona?“ Þessi bók er mjög athyglisvert framtak og frábær lesning sem er prýdd mörgum einstökum myndum. Kona Vikunnar Bryndís Schram sendi- herrafrú er kona Vik- unnar að þessu sinni. Eins og flestum er kunnugt býr hún nú í Washington ásamt bónda sínum Jóni Baldvini sem þar starfar sem sendiherra Islands. Samhliða skyldum sín- um sem sendiherrafrú hefur Bryndís ýmislegt annað að sýsla og hefur meðal annars verið með reglulega pistla í Degi undir yfirskriftinni „Elsku Kolla.“ Um þessar mundir er hún að semja verk- efnaskrá fyrir næsta vetur um menningaruppákomur á heimili sínu en það er orðið bísna vinsælt á meðal lista- hópa á fslandi að fara í heimsókn til Bryn- dísar. Það er allt orðið bókað hjá henni fram að jólurn! Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að skrifa bréf til „elsku Kollu“. Hver er hugmynd þín að róman- tísku kvöldi? Að sitja við kertaljós á hljóðlátum stað, slaka á, dreypa á göfugu víni, njóta félags- skapar og samræðulistar fram á góða nótt. Hvaða stað á íslandi þykir þér vænst um? Hvað skal segja? Á ég að nefna ísafjörð, '^lShr \C v / & .. Ásmundar- SaTll 1. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari var á meðal frumkvöðla íslenskrar högg- myndalistar og hann sótti inn- blástur í náttúru og bókmenntir íslendinga. Verk hans eru efnis- mikil, kröftug og af þjóðlegum toga. Safnið er til húsa í sér- stæðri byggingu sem listamað- urinn hannaði að mestu sjálfur. Umhverfis safnið er högg- myndagarður með um þrjátíu höggmyndum Ásmundar, þar sem gestir geta notið verkanna undir beru lofti. í Ásmundarsafni er einnig rekin safnverslun þar Hvers konar matargerð er í mest- um metum hjá þér? Fiskur og aftur fiskur. Helst íslenskur. Gellur, kinnar, rækjur, humar, hörpudiskur og lúða. Jafnvel þorskur! Hvers saknar þú mest frá íslandi? Sundlaugar Vesturbæjar. í hverju felst starf þitt sem sendi- herrafrú? Það felst í því að kynna land, þjóð og menningu. Að draga upp líflega, aðlaðandi og fjörlega mynd af landinu okkar. Vera reiðubúin til þess að mæta í skóla á öllum skólastigum upp í háskóla, klúbba, félög og á önnur mannamót til að tala urn ís- Iand. Að opna hús og hjartarými fyrir gest- um og gangandi og koma listamönnum á framfæri. Skynja undrun og aðdáun áheyr- enda. Það eru launin mín. Frá síðustu áramótum hafa á fjórða þús- und manns komið í bústað sendiráðs ís- lands hér í Washington. Svo þú getur kannski ímyndað þér hvað sendiherrafrúin er að gera! því þar öðlaðist ég rnestu lífsreynsluna? Á ég að nefna Norðurland, því þar heyrði ég fegurst talaða íslensku? Á ég að nefna Seyðisfjörð, af því að þar er svo rómantískt? Eða á ég að nefna mitt víðlenda Suður- land, þar sem rætur mínar liggja? Áttu uppáhaldsrithöfund eða -bók? Bækur eldast misjafnlega eins og mann- fólkið. Einu sinni var það Hamsun, svo Kiljan, eða hvað? Svo kom franska tíma- bilið. Því næst tóku við Irish Murdoch og Doris Lessing. Seinustu ár hef ég verið mjög upptekin af kínverskum lífsreynslu- sögum og ævisögum kínverskra stór- menna. En nú er ég niðursokkin í þessar djúpvitru, svörtu ættmæður sem eru með reynslu margra kynslóða í farteskinu. Ég gæti nefnt Tony Morrison eða Mayu Ang- elou. En í útlöndum er líftaugin heim alltaf listaskáldið góða; Jónas Hallgrímsson. Áttu þér framtíðardraum? Að setjast að í íslenskri sveit. Eignast hesta, hunda og hænsni. Lifa fábreyttu lífi Ijarri heimsins glaumi og glysi. afsteypur af verkunum. Amtsbókasafnið á Akurevri 1 llllllllll II lllllll 03 59 57 k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.