Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 63
innar er mannslíkaminn eins og hann
birtist okkur í nútímasamfélagi, hug-
myndir um hann, útlit hans, vísindaleg-
ar vangaveltur, tíska, afstaða kynjanna,
kvikmyndir, kynlíf og kynferði, tækni og
matur. Greinarhöfundar eru fjölmargir
og fjalla þeir hver um sig á afar
skemmtilegan máta um málefni eins
og: „Flögð og fagurt flesk", „Vélmennin
á elliheimilinu Grund", ,,Stálkonan“ og
„Hvernig er hin fullkomna kona?“ Þessi
bók er mjög athyglisvert framtak og
frábær lesning sem er prýdd mörgum
einstökum myndum.
Kona Vikunnar
Bryndís Schram sendi-
herrafrú er kona Vik-
unnar að þessu sinni.
Eins og flestum er kunnugt býr
hún nú í Washington ásamt
bónda sínum Jóni Baldvini
sem þar starfar sem sendiherra
Islands. Samhliða skyldum sín-
um sem sendiherrafrú hefur
Bryndís ýmislegt annað að
sýsla og hefur meðal annars
verið með reglulega pistla í
Degi undir yfirskriftinni
„Elsku Kolla.“ Um þessar
mundir er hún að semja verk-
efnaskrá fyrir næsta vetur um
menningaruppákomur á heimili sínu en
það er orðið bísna vinsælt á meðal lista-
hópa á fslandi að fara í heimsókn til Bryn-
dísar. Það er allt orðið bókað hjá henni
fram að jólurn!
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera?
Að skrifa bréf til „elsku Kollu“.
Hver er hugmynd þín að róman-
tísku kvöldi?
Að sitja við kertaljós á hljóðlátum stað,
slaka á, dreypa á göfugu víni, njóta félags-
skapar og samræðulistar fram á góða nótt.
Hvaða stað á íslandi þykir þér
vænst um?
Hvað skal segja? Á ég að nefna ísafjörð,
'^lShr
\C v
/ &
.. Ásmundar-
SaTll 1. Ásmundur Sveinsson
myndhöggvari var á meðal
frumkvöðla íslenskrar högg-
myndalistar og hann sótti inn-
blástur í náttúru og bókmenntir
íslendinga. Verk hans eru efnis-
mikil, kröftug og af þjóðlegum
toga. Safnið er til húsa í sér-
stæðri byggingu sem listamað-
urinn hannaði að mestu sjálfur.
Umhverfis safnið er högg-
myndagarður með um þrjátíu
höggmyndum Ásmundar, þar
sem gestir geta notið verkanna
undir beru lofti. í Ásmundarsafni
er einnig rekin safnverslun þar
Hvers konar matargerð er í mest-
um metum hjá þér?
Fiskur og aftur fiskur. Helst íslenskur.
Gellur, kinnar, rækjur, humar, hörpudiskur
og lúða. Jafnvel þorskur!
Hvers saknar þú mest frá íslandi?
Sundlaugar Vesturbæjar.
í hverju felst starf þitt sem sendi-
herrafrú?
Það felst í því að kynna land, þjóð og
menningu. Að draga upp líflega, aðlaðandi
og fjörlega mynd af landinu okkar. Vera
reiðubúin til þess að mæta í skóla á öllum
skólastigum upp í háskóla, klúbba, félög
og á önnur mannamót til að tala urn ís-
Iand. Að opna hús og hjartarými fyrir gest-
um og gangandi og koma listamönnum á
framfæri. Skynja undrun og aðdáun áheyr-
enda. Það eru launin mín.
Frá síðustu áramótum hafa á fjórða þús-
und manns komið í bústað sendiráðs ís-
lands hér í Washington. Svo þú getur
kannski ímyndað þér hvað sendiherrafrúin
er að gera!
því þar öðlaðist ég rnestu lífsreynsluna?
Á ég að nefna Norðurland, því þar
heyrði ég fegurst talaða íslensku?
Á ég að nefna Seyðisfjörð, af því að þar
er svo rómantískt?
Eða á ég að nefna mitt víðlenda Suður-
land, þar sem rætur mínar liggja?
Áttu uppáhaldsrithöfund eða -bók?
Bækur eldast misjafnlega eins og mann-
fólkið. Einu sinni var það Hamsun, svo
Kiljan, eða hvað? Svo kom franska tíma-
bilið. Því næst tóku við Irish Murdoch og
Doris Lessing. Seinustu ár hef ég verið
mjög upptekin af kínverskum lífsreynslu-
sögum og ævisögum kínverskra stór-
menna. En nú er ég niðursokkin í þessar
djúpvitru, svörtu ættmæður sem eru með
reynslu margra kynslóða í farteskinu. Ég
gæti nefnt Tony Morrison eða Mayu Ang-
elou.
En í útlöndum er líftaugin heim alltaf
listaskáldið góða; Jónas Hallgrímsson.
Áttu þér framtíðardraum?
Að setjast að í íslenskri sveit. Eignast
hesta, hunda og hænsni. Lifa fábreyttu lífi
Ijarri heimsins glaumi og glysi.
afsteypur af verkunum. Amtsbókasafnið á Akurevri
1 llllllllll II lllllll
03 59 57
k.