Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 22
klúru orðavali. Enn aðrir
munu nota þessar myndir
sér til örvunar og kynferðis-
legrar útrásar. Mörg okkar
hafa einhvern tíma séð í bíó-
myndum ógeðsleg atriði þar
sem einhver óþokki fróar
sér yfir mynd af ungri konu í
blaði. Undantekningarlítið
fer illa fyrir vondum mönn-
um í bíómyndum en tæplega
er svo í öllum tilvikum í
raunveruleikanum. Það er
rétt hjá þessum ungu konum
að nekt er ekki ljót og ungur
og fallegur líkami ekkert til
að skammast sín fyrir.
Spurningin er hins vegar
þessi: „Er rétt að selja að-
gang að honum og eru stór-
ar peningaupphæðir næg
smyrsl á sárin þegar ímynd
þín er notuð til fróunar mis-
aðlaðandi karlmanna sem
þú getur ekki á nokkurn
hátt valið eða stjórnað
hverjir eru?“
istaríkjum. Þær hafa marg-
föld árslaun sín í heima-
landinu upp úr krafsinu
eftir nokkurra vikna vinnu
hér og margar fjármagna
nám sitt með listdansi sín-
um.
Islenskar stúlkur eru alls
ekki lausar við eða sak-
lausar af því að þekkja
sölugildi eigin líkama.
Skemmst er að minnast
mynda sem birtust af
nokkrum íslenskum stúlk-
um í Playboy. í viðtölum
við þessar playboystúlkur
kom fram að engri þeirra
þótti skömm að því að
birtast á síðum svo „virts“
tímarits. Þær bentu allar á
að þær væru hreyknar af
líkama sínum og skömm-
uðust sín ekkert fyrir nekt
sína. Nokkrar höfðu orð á
að gaman yrði að sýna
barnabörnunum seinna að
amma hefði eitt sinn verið
Fallegur, ungur kven-
líkami selur hvað sem
er að mati auglýsenda.
ung og fallega vaxin.
Margar ömmur hafa
getað sýnt glæsilegan,
ungan líkama þótt
hann væri hulinn kjól.
Fróa sér yfir
myndir af ungum
stúlkum
Engin kvennanna
ræddi það að með því
að leyfa myndatöku
og birtingu af þessu
tagi eru þær að selja
kaupendum blaðsins
aðgang að líkama sín-
um. Sumir munu bara
skoða, aðrir grann-
skoða og leyfa öðrum
að njóta þess sem fyr-
ir augu þeirra bar
með mismunandi
Feimnin þarf skjöld gegn auga hins óhreina
Kolbrún Aðalsteinsdóttir hjá Icelandic Models hefur
verið umboðsmaður margra ungra stúlkna sem
vinna sem fyrirsætur. Hún segir að í samningum
Icelandic Models sé skýrt ákvæði um að fyrirsætan megi
ekki undir neinum kringumstæðum fækka fötum nema að
fengnu samþykki Icelandic Models og foreldra stúlkunnar
sem um ræðir. Stúlkunum er einnig bannað að hegða sér
ósiðsamlega og neyta áfengis eða annarra fíkniefna. Verði
stúlkurnar uppvísar að fíkniefnanotkun er fyrirsætusamn-
ingi þeirra umsvifalaust rift. Þessi ákvæði eru hins vegar
einsdæmi í auglýsingaheiminum og hafa vakið mikla athygli
erlendis þar sem stúlkurnar hennar Kolbrúnar hafa verið
við störf. Kolbrún bendir á fallegar línur í Spámanninum
eftir Kahlil Gibran um nektina og sálina. Þar standa þessi
meitluðu orð: „Feimnin þarf skjöld gegn auga hins
óhreina.“
„Ég er þannig manneskja að ég vil helst ekki sjá eða
heyra neitt ljótt,“ segir Kolbrún. „Ég vel mjög vandlega all-
ar bíómyndir sem bæði ég og börnin mín sjá. Persónulega er
ég á móti allri nekt í auglýsingum því ég tel hana óþarfa. En
einstaklingurinn verður að ráða hvað hann gerir þegar hann
hefur náð sjálfræðisaldri. Hingað koma ungar stúlkur og
dansa naktar til að kosta háskólanám sitt og sumar selja ef
til vill líkama sinn. Úti á götu ganga um menn og selja börn-
unum okkar fíkniefni. Það má vel spyrja sjálfan sig hvor
glæpurinn er stærri.
Ég er mjög fegin því að sjálfræðisaldurinn var hækkaður
upp í átján ár. Öll nekt á myndum undir þeim aldri er ólög-
leg án samþykkis foreldra. Það má alveg spyrja sig hvað
þeir foreldrar eru að hugsa sem leyfa nektarmyndatökur á
barni sínu undir sjálfræðisaldri. Þegar nekt þín hefur einu
sinni verið fest á filmu verður það ekki aftur tekið. Eftir
tuttugu ár er þessi einstaklingur ef til vill í allt annarri
stöðu. Hann hefur ef til vill hug á að bjóða sig fram til for-
seta eða giftast einhverjum sem gengir viðkvæmri stöðu í
samfélaginu. Þá er ólíklegt annað en að blöðin verði fljót að
draga upp þessar gömlu myndir. Sá sem nektarmyndin er af
er ekki sá eini sem gengur sár frá þeim hildarleik. Makinn
skaðast líka og börnin ef þau eru til staðar. Þessa hluti verð-
ur að hugsa til enda áður en álkvörðun er tekin.
Gott uppeldi er meginþáttur í lífi hvers og eins og að því
ber að hlúa. Sjálf naut ég góðs uppeldis og berst í dag gegn
fíkniefnanotkun ungmenna og kynferðislegu ofbeldi gegn
börnum.“
22 Vikan