Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 24
Bitna á saklausum
Skilnaðir eru alltaf erfiðir
fyrir þá sem hlut eiga að
máli, bæði hjónin og börn
þeirra ef einhver eru. Þeir
eru það þrátt fyrir að þeir
fari friðsamlega fram.
Skilnaðir geta bitnað á
öðrum ættingjum líka, sér-
staklega öfum og ömmum
barnanna ef ágreiningur er
um forsjá og umgengnisrétt
við þau.
Á hverju ári á fjöldi fólks
um sárt að binda vegna
skilnaða og margir þurfa að
leita sér hjálpar vegna fjár-
hagsvanda sem oft fylgir í
kjölfarið og enn fleiri vegna
sálarkreppunnar sem liggur
mjög þungt á mörgum fórn-
arlambanna. Flestir skilnað-
ir verða á veturna, aðallega
frá desember og út febrúar,
einmitt á þeim tíma sem erf-
iðastur er þeim sem hafa til-
hneigingu til þunglyndis.
Hatrammar deilur sem
sífellt magnast
Það sem gerir skilnaði erf-
iða, er að hjón sem eru í
þann veginn að gefast upp á
hjónabandinu geta sjaldan
komið sér saman um hvern-
ig eigi að standa að málum.
Samskiptaörðugleikarnir
sem ollu skilnaðinum verða
sífellt meiri og erfiðari að
leysa. Stundum verða deil-
urnar og illindin svo
hatrömm að öll samninga-
gerð fer út um þúfur og
hjónin verða að talast við í
gegnum utanaðkomandi að-
ila.
Stærstur hluti skilnaða
endar með hatri og illindum.
En þarf það að vera
þannig?
Lífsreglur
í skilnaðarferlinu
Bill Ferguson, bandarísk-
ur sálfræðingur og lögmað-
ur, er sannfærður um að svo
sé ekki. Flann hefur skrifað
margar bækur um skilnaði
og rekur lögfræðistofu sem
sérhæfir sig í skilnaðarmál-
um. Hann fer öðru vísi að
en flestir skilnaðarlögmenn
því hann byrjar á að leggja
hjónunum lífsreglurnar og
kennir þeim umgengnisregl-
ur sem fylgja ber meðan á
skilnaðarferlinu stendur.
Hann bendir fólki á bæk-
urnar sínar ef það vilji læra
meira um þessar reglur, en
þær heita á frummálinu:
Heal your hurt (Læknaðu
sársauka þinn), How to heal
a painful relationship
(Hvernig bæta má erfiða
sambúð) og How to divorce
as friends (Hvernig skilja
má sem vinir).
Breytt viðhorf
Tölur frá Bill Ferguson
sýna að þessi aðferð skilar
árangri því u.þ.b. 15% við-
skiptavina hans hætta við
skilnaðinn, en allir hinir
(85%) skilja sem vinir!
„Það geta allir skilið sem
vinir, meira að segja þeir
sem eru í mjög vondri sam-
búð,“ sagði Bill Ferguson í
viðtalsþætti hjá Oprah Win-
frey í haust. Hann virðist
geta staðið við þessar full-
yrðingar sínar, því mjög
mörg hjón hafa borið að þau
hafi getað gerbreytt viðhorfi
sínu eftir að hafa lesið bæk-
ur Fergusons eða leitað til
hans.
Nokkur hjónanna hafa
hætt við skilnaðinn og eru
nú hamingjusöm.
„Galdurinn er að skynja
hvaða þátt þú sjálfur átt í
ástandinu. Hvorugt hjón-
anna er saklaust þegar
hjónaband fer út um þúfur.
Fæstir gera sér grein fyrir
sínum þætti í vandanum og
geta þess vegna ekki tekið á
honum. Við gerum okkur
fulla grein fyrir því hvernig
hinn aðilinn kemur fram við
okkur og bregðumst við
með því að koma eins fram
við hann. Þannig skapast
vítahringur sem erfitt er að
komast út úr og vandinn
hleður utan á sig eins og
snjóbolti.“
„Þegar okkur er sýnd ást
og virðing gjöldum við hana
í sömu mynt, en þegar við
finnum fyrir fjandskap og
verðum fyrir stöðugri gagn-
rýni förum við að verja okk-
ur og notum til þess álíka
harkalegar aðferðir og
stundum enn harkalegri.
Vandinn er sá að hinn að-
ilinn bregst eins við, hann
fær harkaleg viðbrögð og
bregst við þeim á enn harka-
legri hátt.
Ef við leyfum okkur að
gjalda alltaf líku líkt er
næsta víst að illa fer. Það er
eins og að vera um borð í
skipi þar sem enginn er við
stjórnvölinn. Það hlýtur að
koma að því að skipið
strandar fyrr eða síðar.“
Vítahringurinn
Ekkert hjónaband er svo
gott að aldrei komi upp
ágreiningsmál.
Það er aðeins spurning um
tíma hvenær annað hjón-
anna verður pirrað eða reitt.
Sá aðili sem verður reiður
eða pirraður byggir um sig
varnarmúra, dregur sig inn í
skel og hættir að eiga innileg
samskipti við hinn, eða
ræðst á hann með einhverj-
um hætti.
í mörgum samböndum
bregst hinn aðilinn ósjálfrátt
við á sama hátt. Hann borg-
ar fyrir sig með því að haga
sér eins eða jafnvel verr án
þess að gera sér grein fyrir
því.
24 Vikan