Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 18
Texti og myndir: Margrét V. Helgadóttir
Nýtt og reyklaust líf
Baráttan við „smók“
löngunina getur verið
erfið. Ert þú í hópi
þeirra sem hafa próf-
að tyggjó, nefúða,
plástur, nálastungur
eða dáleiðslu en ert
ennþá með sígarett-
una á milli fingranna?
Ekki gefast upp, það
eru til fleiri möguleik-
ar. Núna getur þú lát-
ið leggja þig inn á
heilsustofnun til að
hætta að reykja.
Heilsustofnun Náttúru-
lækningafélags íslands
í Hveragerði heldur
vikunámskeið undir yfirskrift-
inni Heilsuskóli, sem er ein-
göngu ætlað reykingamönnum.
Námskeiðin eru ekki ný af nál-
inni, þau hófust fyrir þremur
árum og nú eru þau orðin þrjá-
tíu talsins.
Heilsustofnunin stendur fyrir
námskeiðunum en upphaflega
var þetta samstarfsverkefni
stofnunarinnar og heilbrigðis-
ráðuneytisins.
Pau Magnús R. Jónasson
heilsugæslulæknir og Bee
McEvoy, írskættaður geðhjúkr-
unarfræðingur, eiga það sam-
eiginlegt að hafa hjálpað fjölda
fólks í baráttunni við reykingar.
Magnús: „Námskeiðin
ganga út á fræðslu og innræt-
ingu; hvernig fólk getur lifað án
fíknarinnar. Þeir sem sækja
námskeiðin eru oft stórreyk-
ingafólk sem man ekki eftir sér
öðruvísi en reykjandi. Hafa
kannski byrjað að fikta um 12-
13 ára aldur. Reykingarnar eru
stór hluti af lífsmynstrinu og
18 Vikan
það er meira en að segja það að
brjóta slíkt upp.“
Bee: „Það er vel þekkt stað-
reynd að reykingamenn eru líka
oft illa staddir hvað varðar
heilsusamlegt líferni svo sem
hreyfingu og mataræði. Við
leggjum mikla áherslu á að eitt-
hvað komi í staðinn fyrir reyk-
ingarnar og beinum sjónum
okkar að hollum mat og mikilli
hreyfingu. Við köllum nám-
skeiðin líka Heilsuskóla.“
Magnús: „Að námskeiðun-
um standa allar starfsstéttir
stofnunarinnar. Við tvö höldum
utan um námskeiðin en fleiri
fagaðilar koma líka við sögu
svo sem sjúkraþjálfarar, næring-
arráðgjafar, íþróttafræðingar og
sjúkraliðar. Þessi breyting á lífs-
mynstrinu tekur til margra
þátta. Námskeiðið hefst á
mánudagsmorgni en áður en
fólkið leggsl inn fær það bréf
frá okkur þar sem mælst er til
að það minnki reykingarnar.
Við innlögnina er það reyklaust
og dagskráin hefst um leið og
fólkið kemur. Hún samanstend-
ur af fræðslu, hreyfingu og slök-
un. Við reynum að flétta
þessa þrjá þætti saman. í
rauninni snýst ákvörðunin
um að hætta að reykja að
miklu leyti um breytta
hegðun. Það getur því
verið gott að skipta alveg
um umhverfi og einbeita
sér að einhverju sem
maður er ekki vanur að
gera. Ein af ástæðunum
fyrir því að námskeiðið
stendur yfir í viku er sú að
verstu fráhvarfseinkennin
ganga yfir á vikutíma. Þá er
gott að vera fjarri sjónvarps-
stólnum eða eldhúsborðinu þar
sem maður er vanur að fá sér
smók. Á heilsustofnuninni er
líka mjög hollur og góður mat-
ur og margir tala um hversu vel
þeim líður af fæðinu hjá okk-
ur.“
Hreyfingin sem þau Magnús
og Bee vísa í er þrekþjálfun í
tækjasal, vatnsleikfimi, sund og
þolganga. Ekki má gleyma
slökuninni og þá getur verið
garettu og finna að þannig geta
þeir slakað á. Þegar fólk hættir
að reykja þarf það að læra að
slaka á eftir nýjum leiðum.“
Hafa þau vitneskju um
hversu stór hluti þjóðarinnar
eru reykingamenn?
Magnús: „Samkvæmt
könnunum reykja í dag 28%
gott að hafa aðgang að pottum,
ljósaböðum, að ógleymdu leir-
baðinu.
„Slökunin er veigamikill
þáttur því hvað gera reykinga-
menn þegar
þeir eru
stress-
aðir?
Þeir
fá sér
sí-
fólks á aldrinum 18-69 ára. Árið
1987 reyktu 40% á sama aldurs-
bili. Við erum á réttri leið mið-
að við þessar tölur.“
Bee: „Samsetning hópsins
hefur reyndar breyst, því árið
1987 reyktu fleiri karlar þannig
að konurnar hafa í rauninni
aukið reykingar á meðan karl-
arnir hafa minnkað þær.“
Skýtur þetta ekki skökku við
í ljósi umræðna um auknar
reykingar ungs fólks í dag?
Magnús: „Ég hef heyrt að
það hafi orðið aukning hjá
ungu fólki, en ekki
mikil. Það verður að
segjast að það hefur
mikið áunnist í bar-
áttunni við reyking-
ar. Viðhorfin hafa
breyst, það verður
að teljast jákvætt. í
dag telja flestir reyk-
ingamenn óæskilegt
að reykja. Þjóðfélags-
viðhorfin hafa breyst og
þeir finna þrýstinginn.
Áður fyrr voru margir
reykingamenn sáttir við
að reykja. Ég get rnerkt
greinilega þróun í þess-
um málum.“
Bee: „Reykingamenn
eru farnir að standa verr
félagslega. Þeim finnst
„Ég hef heyrt frá fólki sem hættir að
reykja að það eignist jafnvei nýja kunn-
ingja; Uppstokkunin á lífinu er svo mikil“