Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 34
Sumarið er tími léttrar fæðu.
Grænmetisfæði er mjög vin-
sælt því það er ekki einungis
létt í maga, ferskt og gott heldur
er það líka hollt. Vitanlega er
hægt að matreiða grænmeti
þannig að það hafi ósköp lítið
með hollustu að gera, en nútíma-
fólk gerir kröfur um hollustu og
ferskleika. Hægt er að fá græn-
metisrétti á mörgum veitingastöð-
um í bænum, en þeir eru mun
færri sem vinna eingöngu með
hollt hráefni, notast við lífrænt
ræktað grænmeti, bjóða jafnvel
upp á „lífrænt ræktað“ léttvín
með matnum, og bjóða upp á
rétti fyrir fólk með ýmis konar
óþol. Einn þeirra, og ef til vill sá
elsti, er veitinga húsið Á næstu
grösum sem staðsett er á Lauga-
vegi 20 b. Matreiðslumeistarinn
Sæmundur Kristjánsson rekur
veitingahúsið og fékk ég hann í
lið með mér að þessu sinni. Hann
gefur lesendum Vikunnar upp-
skriftir að réttum sem hann býður
upp á á veitingahúsinu Á næstu
grösum.
Tómatsósa fyrir
kartöflulasagna
5 meðalstórir laukar, saxaðir
2 bollar maukaðir tómatar
8 hvítlauksrif
4 msk. ólífuolía
1/4 bolli Tamarin soyasósa
salt og pipar
Aðferð: Hitið olíu í potti og setjið
laukinn í. Látið laukinn malla þar til
hann er orðinn mjúkur (ekki brúnn).
Bætið við hvítlauk og látið malla. Bæt-
ið tómötum, Tamarin soyasósu, salti og
pipar út í. Sjóðið þangað til sósan
verður þykk. Takið hana þá til hliðar.
Kartöflur fyrir lasagna
10 stórar kartöflur (bökunar) eru
flysjaðar og þær skornar í mjög þunnar
sneiðar, helst í vél eða í þar til gerðu
áhaldi. Þær eru síðan settar í vatn til
að þær verði ekki brúnar ef þær eru
ekki notaðar jafn óðum.
Ostasósa fyrir kartöflulasagna
250 ml mjólk
25 g smjör
30 g spelt mjöl (fœst í Yggdrasil)
25 g gráðostur eða annar ostur
salt
cayenne pipar
Aðferð: Hitið mjólkina í potti. Bræð-
ið smjörið í öðrum potti og bætið
hveitinu út í það. Hrærið því vel sam-
an og hitið vel í nokkrar mínútur án
þess að brúna. Bætið því næst rnjólk-
inni út í í smá áföngum og hrærið
stöðugt í þar til þetta er flauels mjúkt.
Leyfið þessu þá að sjóða rólega í um
það bil tíu mínútur. Bætið þá ostinum
saman við og takið pottinn af hitanum.
Hrærið vel og kryddið með salti og
cayenne pipar.
Þegar lasagna er raðað upp þá er
eldfast mót penslað með olíu og kart-
öfluskífum síðan raðað í botninn, þar á
eftir er tómatsósunni dreift létt yfir. Þá
er kartöflum raðað aftur yfir. Þetta er
gert til skiptis og að lokum er ostasós-
unni hellt yfir. Lasagnað er bakað við
150°C til 170°C í um það bil 30 til 45
mínútur.
34 Vikan
Umsjón: Marentza Poulsen. Myndir: Gísli Egill Hrafnsson