Vikan


Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 16

Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 16
Texti og myndir: Margrét V. Helgadóttir Á bak við búðarborðið í 52 ár Kaupmaðurlnn á hornlnu tllheyrir fortíðlnnl. Lltlu hverfabúðirnar eru nánast horfnar en í staðinn hafa rlsið mat- vörumarkaðlr, opnir frá morgnl til kvölds. Elskulegl kaupmaðurlnn, sem vissl nákvæmlega hvað þlg vantaði, er horfinn en í staðlnn komln líflaus afgreiðslustúlka sem seglr góðan daglnn á vélrænan hátt. Sorglegt en satt. Á Selfossl má þó ennþá flnna einn alvörukaupmann sem stendur vaktlna fyrlr Innan búðarborðið og hefur stað- Ið þar í melra en hálfa öld. Dagur Dagsson, betur þekktur sem Daddl I Daddabúð, hefur lifað tímana tvenna en hann verður áttræður á næsta árl. Daddi veiktist af berklum eins og svo margir jafn- aldrar hans. Sextán ára gamall fór hann á sjúkrahús til Reykjavíkur en þá bjó fjölskyldan í Gaulverjabænum. Hann barðist í tíu ár við berklana og hafði sigur að lokum. Þó mun hann ætíð bera þess merki því hann gengur með staurfót. Á Vífilsstöðum lærði Daddi að gefa til baka eins og hann orðar það sjálfur. Fjölskylda hans opn- aði litla verslun við Eyrarveginn á stríðsárunum og þar með var Daddi farinn að sinna kaup- mennsku enda ekki mörg störf sem hentuðu honum þar sem hann var ennþá að jafna sig eftir erfið veikindi. Daddi verslaði með smávöru, efni og nauðsynja- vörur en í seinni tíð hefur vöru- flokkunum fækkað. Verslunin fluttist að Austurvegi 34 árið 1964 í húsnæði sem Daddi byggði ásamt systkinum sínum. Ingi- björg, systir Dadda, aðstoðaði hann í versluninni á tímabili en hún lést árið 1988. Þau systkinin bjuggu í sama húsi og verslunin er í og þar býr Daddi. Daddabúð heitir reyndar Versl- unin Ingólfur en Selfyssingar þekkja hana betur sem Dadda- búð. Hvarflaði aldrei að honum að breyta nafninu?- ,,Nei, nei. Verslunin heitir eftir hinum eina sanna Ingólfi sem kom til landsins fyrir tólf hundruð árum. Við höfum hérna Ingólfs- fjallið og verslunin varð að halda sínu nafni.“ Á undanförnum árum hefur verslunarmáti breyst. Hvernig horfir sú breyting við Dadda? ,,Á síðustu 2-3 árum hefur allt gjörbreyst. Þessar verslan- ir hérna í kring eru opnar meira og minna allan sólarhringinn. Fólkið flykkist þangað. Ég hef átt góðan hóp af föstum við- skiptavinum en núna eru barna- börn og barnabarnabörnin þeirra farin að koma til mín. Fyrir nokkrum árum var stór hópur unglinga sem kom reglulega til mín en þeir eru hættir að koma núna. Á tímabili hafði ég konu mértil aðstoðar í versluninni, það var töluvert að gera þá. Þetta hefur breyst mjög mikið.“ í Daddabúð má finna ótrúlegt vöruúrval miðað við rými. Leik- föng, gjafavara, pakkamatur og fatnaður er meðal þess sem hægt er að finna í hillunum. ,,Ég hef verið mjög heppinn því starfsfólk heildverslana í Reykja- vík hefur verið svo hjálplegt. Ég hef hringt til þeirra og þau fundið til alls kyns vörur fyrir ákveðna uþphæð. Vörurnar hafa reynst vel og ég hefði ekki getað valið þær betur sjáifur. Ég hef aldrei lent í að fá eitthvert drasl frá þeirn." Ein meginreglan hjá mér er sú að kaupa Iftið af hverju þannig að ég sitji ekki uppi með lager. Ég hef haldið mig við þessa reglu í fjölda ára. Ég passa mig á því að glepjast ekki af neinu og kaupa lítið. Ég hef líka ætíð verið heppinn að því leyti að lenda ekki í úti- stöðum við einn né neinn varð- andi greiðslur. Þetta hefur allt gengið mjög vel fyrir sig. [ dag er komin meiri harka í viðskiptin.“ Er Daddi ekki farinn að þreyt- ast á að standa á bak við búðar- borðið? „Jú, ég verð nú að segja það. Þegar ég var að byrja í verslunar- rekstri var ég alveg uppgefinn á að standa allan daginn. Um þrjúleytið var ég orðinn þreyttur. Smám saman jókst úthaldið. Ég tók þá ákvörðun að hugsa bara um búðarreksturinn og ekkert annað. Ég gat bara ekki meira. Ef ég ætlaði að vera líka í búðinni þá varð ég að hvíla mig á kvöld- in. Líkaminn á mér þoldi ekki meira. Ég finn að ég er farinn að þreytast núna. Ég veit ekki hvað ég verð lengi hérna en verð þó eitthvað áfram." Að spjalli loknu tekur Daddi ekki annað í mál en að fá að leysa blaðamanna út með þjóðar- rétt íslendinga til margra ára, kók og prins póló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.