Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 4
Kœri lesandi...
Góðar frettir og vondar
Hvort viltu góðtt fréttirnar eða vondu fyrst?
Pú fœrð góðu fréttirnar fyrst því þœr eru í Vikunni. í þessari
Viku byrjar nefnilega nýr leikur fyrir alla þá sem kaupa
blaðið. Einfaldttr og aiiðveldur leikurþar sem þú safnar
bara saman þrem forsíðuhornum og sendir okkur. Þá ertu
komin í lukkupottinn sem dregið er
úr um hver mánaðamót, ífyrsta
skipti 1. ágúst og þú getur eignast
nýtt heimlistœki þér að kostnaðar-
laiisu. Þessi leikttr mun halda áfram
á Vikunni svo þú getur haldið áfram
að safna hornttm og tekið þátt í
leiknum í hverjum mánuði efþað
hentar þér, eða annan Itvern mánttð
efþað hentar þér betur. Um leið og
þú átt þrjú horn getur þú sent þau, -
það sakar ekki að eiga fleiri en eitt
ttmslag í hverjum útdrœtti.
Viðbót við þessar góðttr fréttir er svo
að blaðið er að vanda fullt af vönd-
tiðu lesefni. þar má meðal annars
finna verðlaunasmásögtt, viðtöl, líf-
legt efni af Siiðurlandi, grein um lík-
amann sem söluvöru, lífsreynslu-
sögu, mataruppskriftir og fleira ogfleira.
Vondtt fréttirnar fœrðu ífréttatímum sjónvarps. Eða kannski
á maður heldur að segja Ijótu fréttirnar því fréttamennirnir
vinna fréttirnar að öllu jöfntt ekki illa.
Eg verð þó að viðttrkenna að mér ofbýður gersamlega sumt
það sem okkur sjónvarpsáhorfendttm er boðið ttpp á í frétta-
tímunum.
Síðustu helgina fyrir mánaðarmótin horfði ég á fréttatíma
RUV bœði föstudags- og sunnudagskvöld. Á föstudags-
kvöldinu var frétt um ofbeldisverk í Kosovo (eins og venju-
lega) og þar var sýnd viðbjóðsleg mynd afbrenndu líki í
rúmi og hauskúpu sem maður fann úti á víðavangi. Égfyllt-
ist reiði við að horfa á þetta klukkan rúmlega sjö á föstu-
dagskvöldi ífréttatíma ríkissjónvarps.
A sunnudagskvöldið horfði ég aftur á fréttirnar og það kvöld
var sýnd frétt um nýfundnar fjöldagrafir í Kosovo og meðal
óhugnaðarins íþeirri frétt var nœrmynd afandliti óhugnan-
legs líks. Stuttu seinna í fréttatímanum var sagtfrá samningi
Hitlers um útrýmingu gyðinga og með þeirri frétt var sýnd
viðbjóðleg mynd afstórum haug af skinhoruðum líkum úr
fangabúðum nasista í Þýskalandi.
Ekki var einu sinni haftfyrir að vara áhorfendur við þessum
myndum áður en þœrfóru í loftið.
Til hvers?!
Hvers vegna í ósköpunum þarfað sýna þennan óhugnað
með fréttunum? Er hin lesnafrétt ekki tiógu áhrifarík án
þess? Eru fréttamennirnir smeykir um að almenningur
skynji ekki óhugnað fréttarinnar nema að þessu sé nuddað í
augun á þeim? Eða ertt þeir sjálfir svo andlega sljóir og
samdauna þessum viðbjóði að þeir skynji hatin ekki?
Fréttamenn verða að setja sig inn í aðstœður venjulegra
áhorfenda, þar sem foreldrarnir hafa áhuga á að fylgjast með
fréttum og eiga ekki að þurfa að lœsa sig inni á meðan til að
verja börnin sín.
Það er álitamál hvort eigi yfirleitt að sýna svona myndir í
fyrri fréttum sjónvarps, persónulega finnst mér það alger
óþarfi. Það er hins vegar engin spurning að fólk á rétt á að
varað sé við svona fréttamyndum áður en þœr fara í loftið.
Ég hefþá skoðun að það bœti hvorki aðstœður í heiminum,
né heldur auki það skilning almennings á hörmungum
mannkynsins að birta svona myndir. Þœr eru til þess eins
fallnar að eitra hugann, skjóta börnttm skelk í bringu og í
verstafalli gerafólk ónœmtfyrir viðbjóði, en það er það
skelfilegasta sem getur hent þennan heim.
En það má auðvitað slökkva efmanni líkar ekki það sem er
á skjánum og grípa til annarra fjölmiðla, því segi ég bara
Njóttu Vikunnar!
IRitstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði
Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599
Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðal-
ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 |
Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515
^ 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími:
jj 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður jj
I Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V. jj
j! Helgadóttir Auglýsingastjórar Kristin Guðmunds- ;
|! dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is
í Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Stein- j
i grímsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef j
í greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef j
í; greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið í j
!; Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi !;
!; efni og myndir
Steingerður Hrund Margrét V. Kristín Anna B.
Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Guðmunds- Þorsteins-
dóttir blaðamaður blaðamaður dóttir dóttir
blaðamaður auglýsinga- auglýsinga
stjóri stjóri
Guðmundur
Ragnar
Steingrímsson
Grafískur
hönnuður