Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 14
Fyrstu kynni
Ég sá Skógafoss fyrst
fjórtán ára í skólaferðalagi.
Þá snérust allar ferðir
manns um stelpur, og ein-
hverjar vatnsbunur eða fjöll
skiptu engu máli. Landið
var eiginlega til trafala þeg-
ar brunað var á támjóum
plastsóluðum töffaraskón-
um inn að fossinum á eftir
ískrandi skvísunum og ekki
batnaði það þegar úðinn frá
honum slengdist yfir mann
svo hárið fór í klessu, jakka-
fötin frá Ultímu gegnblotn-
uðu, bindið vöðlaðist í hnút
og þunn nælonskyrtan límd-
ist við mann. Þarna hökti
maður aftur út í rútu, hríð-
skjálfandi, sénslaus og
bölvandi fossinum fyrir að
vera til. Aldrei skyldi ég aft-
ur hingað koma.
Landið
Það er annars merkilegt,
þegar maður hugsar til
baka, hvað landsmenn voru
almennt fjarri landinu þótt
þeir gengju á því. Fegurð
var ekki til yfir hugtök um
landið, þetta hráslagasker
og þeir sem álpuðust upp
um fjöll og firnindi þóttu í
meira lagi skrýtnir. Landið
var hálfgerð Þyrnirós, falin
fegurð og forsmáð, þar til
útlendingar fara að sópast
hingað að skoða grjót, torf
og vatn eins og það væri
eitthvað merkilegt. Sem
hendi væri veifað er hulu
aldanna svipt af sjónum
manns og íslendingar vakn-
ar upp með dýrmæta perlu í
höndunum.
Fossinn
Skógafoss er einn af þess-
um stöðum sem unun er að
líta, líkt og flatarmálsmynd
eftir Modigliani, aldrei eins
en þó staðfastur í sínum
þunga nið. Það er ekki
margt sem minnir á skóga á
þessum stað, samt er allt
kennt við skóg og staðurinn
fær ósjálfrátt stóra, huglæga
merkingu, þétta og dular-
fulla. Það er sem allt sé þétt-
vaxið miklum, dökkum
trjám, þótt skóginn vanti, og
alls kyns verur séu þar á
sveimi, álfar og nornir, ein-
hyrningar og annað fram-
andlegt. Blær þess óþekkta
leikur um vanga og stundum
fæ ég það á tilfinninguna að
fossinn sé ekki foss heldur
ímyndun ein og tilbúningur
líkt og tölvugert baksvið í
kvikmynd, svo flottur er
hann, vel formaður og hag-
anlega fyrirkomið í lands-
laginu. í bókinni Rangár-
vallasýsla, sem Rangæinga-
félagið gaf út árið 1968, seg-
ir svo: „Skógá kemur frá
jökli og rennur
fyrir austan
Drangshlíðar-
fjall til sjávar.
Þetta er mjög
lítið vatnsfall,
venjulegast milli
hnés og kviðar á
hestum. Ekki er
heldur mikill
straumur í ánni,
og ei vita menn
að hún hafi
breytt farvegi
sínum. I þessari
á er hinn nafn-
frægi Skógafoss,
er fallegastur er
allra fossa.
Hann er hér um
30 faðmar á hæð
og 10 f. á breidd.
Fellur hann
beint niður á
sandeyri í litlum
gljúfurskima, og
er fossinn ekki öðru líkari
tilsýndar en að samanhang-
andi útbreitt sauðarreyfi
héngi frá fossbrún niður á
sand“. Þessi lýsing áréttar
leikmyndalegt útlit fossins,
enda er hann vel þekktur
sem sviðsmynd í kvikmynd-
um og tónlistarmyndbönd-
14 Vlkan