Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 2
Texti: Steingerður
Steinarsdóttir
Frumleg íslensk hönnun
Anna Málfríður Jóns-
dóttir er nýútskrif-
uð af hönnunar-
braut Iðnskólans í Hafnar-
firði. Hún var dúxinn meðal
hönnunarnema og hlaut auk
þess verðlaun fyrir hönnun
sína á kommóðu sem gerð
er úr viði og bárujárni.
Anna Málfríður er fædd og
uppalin á Isafirði og kom
gagngert suður fyrir ári síð-
an til að fara í þennan skóla.
„Ég byrjaði í menntaskóla
þegar ég var unglingur en
hætti eftir tvö ár því námið
átti ekki við mig. Ég vissi
ekkert hvað ég vildi verða
þegar ég yrði stór. Síðar
stofnaði ég fjölskyldu og var
upptekin af að hugsa um
börnin. Hönnun hefur alltaf
höfðað til mín þannig að ég
sótti um þennan skóla og
flutti með fjölskylduna og
allt okkar hafurtask frá ísa-
firði. Ég var búin með öll
bókleg fög og tók tveggja
ára verklegt nám á einu ári.
Þetta var hörkuvinna og
mjög stíft að púsla saman
fjölskyldunni og skólanum,"
segir Anna.
Ekki verður annað sagt en
að hún hafi haft erindi sem
erfiði ef miðað er við árang-
urinn. Iðnskólinn í Hafnar-
firði veitir árlega þrenn
verðlaun til nema á hönnun-
arbraut. Verðlaununum er
ekki raðað niður eftir fyrsta,
öðru og þriðja sæti heldur
hljóta þrjú verk jafna viður-
kenningu.
„Dómnefndin lagði mikið
upp úr efnisvali og formi.
Bárujárn er gamalt efni sem
ég er að nota á nýjan hátt.
Ég hannaði líka sófaborð í
sama stíl eftir að ég var búin
að vinna kommóðuna. Ég
vildi sjá hvort ég gæti gert
húsgagnalínu í þessum stíl.
Ég veit eiginlega ekki hvað
réði því að ég valdi báru-
járn. Þetta bara sló mig. Ég
hef alltaf verið hrifin af
gömlum húsum og á gamalt,
bárujárnsklætt timburhús
vestur á Isafirði sem bíður
þess að við gerum það upp.
Maðurinn minn er húsa-
smiður og við „stúderum“
saman gömul hús og veltum
því fyrir okkur hvernig hent-
ugast sé að gera þau upp.
Bárujárn er svolítið misskil-
ið efni og synd hvernig nýjar
klæðningar eru að ryðja því
úr vegi. Ég sá líka strax þeg-
ar ég var að skoða viðinn í
kommóðunni, sem er
birkikrossviður, ljós og nán-
ast kvistalaus viður, að báru-
járn ætti vel við hann. Hlið-
ar kommóðunnar eru boga-
dregnar og bogarnir eru í
stíl við bylgjurnar í báru-
járninu. Eins notaði ég
venjulega bolta, sem mikið
eru notaðir á þök, til að
festa járnið við viðinn. Ég
vildi hafa festingarnar gróf-
ar og groddalegar. „
Hönnun byggist ekki hvað
síst á frumlegri hugsun og
sköpunarkrafti. Anna Mál-
fríður virðist hafa hvoru-
tveggja og það verður gam-
an að fylgjast með verkum
þessa verðlaunanemanda í
framtíðinni.
Kommóða
akklæðningu
Myndir: Sigurjón Ragnar