Vikan


Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 59

Vikan - 13.07.1999, Blaðsíða 59
Kæri Póstur Ég er 18 ára stelpa sem bý í litlu plássi úti á landi. Ég bý enn heima hjá pabba og mömmu og er að verða brjáluð á því. Þau eru rosa góð við mig og allt það en ég er orðin þreytt á því að vera litla barnið þeirra. Mér finnst þau ofvernda mig og ekki hafa nokkurn skilning á því að ég er sjálfstæð mann- eskja. Ég á tvö eldri systkini sem eru flutt að heiman og mér finnst eins og foreldrar mínir vilji ekki sleppa af mér takinu. Mig langar að flytja suður og fara að vinna en ég vil ekki særa þau. Hvað get ég gert? Með von um að þú svarir fljótt, ein sem vill veröa sjálfstœð. Það er eðlilegt að þú viljir vera sjálfstæð og átján ára gömul manneskja er sjálf- ráða einstaklingur. Það get- ur stundum verið erfitt fyrir foreldra að sleppa takinu af börnunum sínum og þá ekki hvað síst því yngsta sem enn er heima. Foreldrum þínum þykir greinilega mjög vænt um þig og líklega er það ástæðan fyrir því að þau halda fast. Þú ættir að treysta þeim nógu vel til þess að setjast niður eina ró- lega kvöldstund og ræða málin af varfærni. Það er alls ekki víst að þau átti sig á af- stöðu þinni til málanna. Ef þig langar að flytja á höfuð- borgarsvæðið krefst það undirbúnings (að fá vinnu, skólavist og húsnæði). Fáðu þau til að taka þátt í undir- búningnum með þér því ef að þau fá að hafa hönd í bagga með hvað þú gerir, verða þau ekki eins áhyggju- full og geta þá jafnvel losað aðeins um takið í leiðinni. Eins væri gott að ræða við eldri systkinin sem eru flutt að heiman og ættu að geta gefið þér góð ráð. Gangi þér vel. Kæri Póstur Dóttir mín er fjórtán ára og nýbyrjuð á föstu með jafnaldra sínum. Ég veit ekki hvort þau eru farin að lifa kynlífi og satt best að segja þá get ég varla hugsað þá hugsun til enda. Þau eru bara börn. Mig langar að ræða þessi mál við dóttur mína og þá sérstaklega út frá getnaðarvörnum en mig brestur alltaf kjark til þess. Ég er líka hrædd um að hún sé alls ekki tilbúin og alveg viss um að hún komi til með að bera skaða af kynlífs- brölti á unga aldri. Hefur þú einhver ráð handa mér? Hvenær er eðlilegt að ung- lingar fari að stunda kynlíf? Áhyggjufull móðir. P.s. Mér finnst Vikan frá- bært blað og býð alltaf spennt eftir lífsreynslusög- unum. Það er misjafnt hvenær ungt fólk fer að stunda kyn- líf og fer eftir þroska við- komandi einstaklings hvenær hann er tilbúinn. Þú segist vilja ræða málin við dóttur þína sem er mjög já- kvætt og þú skyldir ekki hika við það. Það er sjálfsagt að ræða við börnin okkar um kynlíf og getnaðarvarnir. Varastu þó að banna henni að stunda kynlíf; það eykur líkurnar á því að henni finn- ist það þá meira spennandi fyrir vikið. Segðu henni að ábyrgðin liggi hjá henni og ákvarðanir hennar ættu ekki að vera undir áhrifum vin- kvenna eða strákanna sem hún umgengst. Forðastu umfram allt að þetta verði feimnismál, bíttu á jaxlinn og ræddu við dóttur þína um ábyrgt kynlíf og getnaðar- varnir fyrr en síðar. Það verður örugglega ekki eins erfitt og þú heldur. Elsku, besti Póstur! Ég hef ekki hugmynd um hvert ég get leitað með vandamál mitt og er að vona að þú getir hjálpað. Ég er mjög óánægð með útlit mitt því ég er feit og asnalega vaxin. Ég er 1.62 á hæð og 75 kíló. Svo er ég með svo lítil brjóst. Mig langar í fitu- sog og brjóstastækkun en mér er sagt að það sé svaka- lega dýrt og kannski hættu- legt. En hvað með allar þessar kvikmyndastjörnu#— sem sagt er að séu alltaf í lýtaaðgerðum og líta bara mjög vel út? Á ég að slá til og leggja út í þetta? Svava Eflaust veist þú nú þegar að hollt fæði og góð hreyf- ing er besti kosturinn til að léttast og styrkja kroppinn. Áður en þú hugar að fegr- unaraðgerðum skaltu láta reyna á aðrar aðferðir. Þú gætir t.d. farið í líkamsrækt. Til er fjöldinn allur af frá- bærum heilsustöðvum sem bjóða upp á margs konar þjálfun. Þú gætir ef til vill leyft þér að ráða þér einka- þjálfara sem getur virkilega gefið sig að þér og þínum vandamálum með persónu- legri ráðgjöf og hvatningu. Minnkaðu matinn smám saman og skiptu út Mars súkkulaði fyrir Prins Póló, léttpoppi fyrir bland í poka og drekktu eina stóra kók- dós á dag í stað þess tveggja lítra. Þú þarft alls ekki að neita þér um allt til að létt- ast. Spurningin snýst fyrst og fremst um breytt hugar- far. Ef þú treystir þér ekki strax í leikfimi, farðu þá í hressilegan göngutúr einu sinni á dag og mundu eftir vasadiskóinu til að halda þér í stuði. Lýtalækningar eru dýrar og geta verið áhættu- samar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.