Vikan


Vikan - 15.02.2000, Page 2

Vikan - 15.02.2000, Page 2
leikritið af mörgum.“ Var ekkert erfitt að hætta í Spaugstofunni? „Nei, það var alveg kominn tími til að taka sér hlé frá henni. Á meðan ég var upptekinn við vinnuna sem fylgdi henni, þá gerði ég ekki mikið annað á með- an. Því fylgir mikið álag að vera með vikulegan þátt eins og Spaugstofuna. Eftir að við hætt- um hafði ég tíma til að sinna ýmsum hugðarefnum eins og að skrifa Afaspil.“ Hvað ertu nú að gera samhliða þessari sýningu? „Ja, það er nú mest lítið. Afa- spil á hug minn um þessar mund- ir.“ Ég þykist vita að þú hljótir að hafa eitthvað fyrir stafni. „Ég er nú mikið að skemmta á árshátíðum og þorrablótum þessa dagana, það er heilmikið að gera í kringum það. í sumar ætlum við feðgarnir svo að halda áfram ferðalaginu um landið. Við náð- um að ferðast um Austurland og Norðurland síðastliðið sumar en núna stefnum við á að skemmta á Suðurlandi, Vesturlandi og í Reykjavík." Örn Árnason hefur greinilega í nógu að snúast þrátt fyrir að vera hættur að birtast á skjánum ásamt félögum sínum úr Spaug- stofunni. Aðdáendur Arnar og afa ættu að drífa sig að sjá Afa- spil því sýningin er sannkölluð fjölskylduskemmtun. Orn Árnason þekkir afa gamla mjög vel. Þeim semur vel og samstarfið á milli þeirra hefur varað í þrettán ár. Örn reyndist afa mikil hjálparhella við undir- búning Afaspils. Hann samdi handritið, tónlistina, sér um leik- stjórn og leikur eitt aðalhlutverk- ið. Hann er þó ekki eini leikar- inn, því þau Edda Björgvinsdótt- ir, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir og Valur Freyr Ein- arsson leika stór hlutverk í sýn- ingunni. Afaspil byggist upp á sama hátt og sjónvarpsþættirnir. Afi kemur fram og segir börnunum sögur, spjallar við þau og tekur lagið á rnilli þess sem sýnd verða fjögur leikrit sem eru byggð á þekktum barnasögum. Þær eru: Jói og bauna- grasið, Geiturnar þrjár, Hans og Gréta og Rumputrítill. Hvernig stóð nú á því að Örn fór að semja barnaleikrit? „Þetta er búinn að vera draum- ur hjá mér í mörg ár. Allt hefur sinn vitjunartíma og núna var ég tilbúinn. Mér finnst mjög skemmtilegt að skrifa fyrir börn og taka þátt í barnasýningu sem þessari.“ Þú ætlar kannski að skrifa fleiri leikrit fyrir börn? „Já, já. Þetta er bara fyrsta Allír Dekkja afa gamla sem hefur verið um- siónarmaður morgun- sjónvarps barnanna á Stöð 2. Afi stendur bessa dagana á svið- inu í Borgarleikhúsínu og segir börnunum sögur í sýningu sem ber heitið Afaspil en að sjálfsögðu heldur hann áfram með hátt- inn sinn á Stöð 2. Ilver leynisl miilír polliiiuiii'.’

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.