Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 17

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 17
Elva varð fyrir miklu áfalli þegar hiín greindist ineð sortuæxli í auga. Það er nijög hættulegt krabbamein því það getur dreifst vítt og breitt um líkamann. Þrátt fyrir þetta fékk hún lítinn andlegan stuðning frá starfs- fólki heilbrigðiskerf- isins. agndofa yfir því að enginn hafði látið mig vita. Ég hringdi í Domus Medica og fékk þau svör að niðurstöðurnar hefðu verið komnar strax daginn eft- ir rannsóknina en þeim væri ekki heimilt að segja frá nið- urstöðum í síma. Ég og fjöl- skylda mín vorum búin að bíða á milli vonar og ótta í heila viku en enginn, hvorki læknirinn né annað hjúkrun- arfólk í Domus Medica, hafði látið okkur vita um niðurstöð- urnar. Ég bara steingleymdist í kerfinu. Þarna vantaði einn hlekkinn, þ.e. þann sem átti að hringja í mig og segja mér fréttirnar. Þarna vantar alger- lega mannlega þáttinn." Elva segist vita um mörg dæmi þar sem fólk hefur verið skilið eftir í uppnámi á sjúkra- stofnunum þegar andleg að- stoð hefði dugað. „Árið 1978 var ég lögð inn á sjúkrahús. Ég var að fara á salernið þeg- ar ég heyrði mikinn grát. Ég fór að athuga málið og kom að konu sem var alveg niður- brotin. Það átti að taka úr henni legið og hún hafði ekki fengið neinar upplýsingar um stöðuna, hve alvarlegt þetta væri, hve fljót hún yrði að jafna sig o.s.frv. því enginn sagði henni neitt. Ég er mjög hissa á að ekkert skuli hafa verið gert í málunum á þess- um 22 árum. Mér er minnis- stætt það sem einhver sagði að maður þyrfti helst að vera sér- fræðingur í lækningum áður en maður tæki upp á því að veikjast," segir hún og brosir út í annað. Elva fór í augnaðgerð í London 10. janúar sem heppnaðist vel. „Eftir þessa aðgerð er ljóst að sjón mín hefur skaddast verulega en ég sætti mig fullkomlega við það þar sem ég tel mig hafa slopp- ið mjög vel miðað við aðra. Ég þakka það hinum faglegu vinnubrögðum læknanna hér og hversu fljótt var brugðist. við að koma mér út til London. Ég er hins vegar afar ósátt við þetta skeytingarleysi gagnvart andlegri líðan fólks sem mér finnst viðgangast í heilbrigðiskerfinu hér. Það vantar þann hlekk að hugsa um manneskjuna og láta hana vita um það sem snertir hana. Það vantar ekki hátæknibún- aðinn sem tekur við skrokkn- um á manni á spítölum en það vantar einhvern til að hugsa um sál og tillfinningar sjúk- linga sem glíma við erfiða og alvarlega sjúkdóma," segir Elva að lokum. Vikan 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.