Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 54

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 54
Spurningar má senda til „Kæri Póstur“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Kæri Póstur Ég á 14 ára gamla dóttur sem er orð- in kynþroska og hún hefur breyst mjög hratt í íturvaxna og þokkafulla konu. Samt sem áður er hún auðvitað bara unglingur eða tæplega það og í mínum augum er hún í rauninni ennþá barn. Eftir að hún tók út þennan kvenlega vöxt hefur hún gjörsamlega breytt urn fatasmekk og er nú alltaf í mjög þröng- um og efnislitlum fötum sem mér finnst sýna alltof mikið af líkama hennar. Stundum þegar hún fer að hitta vini sína um helgar klæðist hún svörtum blúndubrjóstahaldara undir gegnsærri blússu og mjög stuttu pilsi. Ég veit að hún vekur athygli karl- manna, kannski sérstaklega strákanna í skólanum, og það bæði fer í taugarn- ar á mér og hræðir mig. Sannleikurinn er sá að ég óttast um öryggi hennar þegar hún er að þvælast um svona létt- klædd á kvöldin. Ég hræðist að hún sé að bjóða hættunni heim. Svo særir það mig líka sem móður hennar að vita til þess að hún gangi eins og vændiskona til fara. Er eitthvað sem ég get gert til þess að vekja hana til umhugsunar um klæðaburð sinn? Getur verið að hún hafi svo lágt sjálfsmat að henni finnist hún verða að klæða sig svona til að vekja á sér athygli? Áhyggjufull móöir Kæra áhyggjufulla móðir Þú átt hugsanlega erfitt með að trúa því en mjög líklega gerir stúlkan þín sér enga grein fyrir hvaða áhrif klæða- burður hennar hefur á karlmenn. Hún er á þeim erfiðu og ruglingslegu tíma- mótum í lífi sínu þegar hún er í raun hvorki barn né fullorðin. Margar stúlk- ur á hennar aldri klæða sig á ögrandi hátt svo þú getur verið fullviss um að dóttir þín er sker sig ekki úr að því leyti. Tískan í dag einkennist líka að miklu leyti af þröngum fötum og gegn- sæjum blússum og skyrtum og dóttir þín er örugglega að eltast við tísku- straumana eins og jafningjar hennar. Það má vel vera að sjálfsmat hennar sé ekki mikið en það er heldur ekki óal- gengt hjá stúlkum á þessum aldri. Það þarf þó ekki endilega að hafa neitt með klæðaburðinn að gera og það má jafnvel horfa á þetta frá öðru sjónar- miði sem byggir á því að hún hafi einmitt sjálfstraust, sem endurspeglist í ákveðinni dirfsku í klæðaburði. Það sem skiptir meginmáli hér eru viðbrögð þín og hvernig þú kýst að nálgast „vandamálið". Þú mátt vera viss um að vopnin munu snúast í hönd- unum á þér ef þú hefur þann háttinn á að banna dóttur þinn að klæðast þeim föt- um sem hún vill vera í. Þá mun hún að öllum líkindum bregðast ókvæða við og jafnvel klæða sig á enn meiri ögrandi hátt. Hún gæti þess vegna gert það án þinnar vitundar með því að fara sakleysislega klædd út úr húsinu með pínupilsið og svarta brjóstahaldarann í töskunni og skipt síóan um föt. Reyndu að koma þínu sjónarmiði á framfæri með því að skýra fyrir henni að þú óttist um öryggi hennar á kvöldin. Þú skalt nota tæki- færið í þessum samræðum og ítreka við hana að vera aldrei ein á ferð á kvöld- in, stíga aldrei upp í bíl hjá ókunnum og að hún láti þig vita um ferðir sínar ef henni seinkar. Að öðru leyti er heppilegast fyrir þig að reyna að horfa á umbreytingar gelgjuskeiðs dóttur þinnar sem jákvætt og skemmtilegt tímabil sem þið getið farið saman í gegnum og báðar notið góðs af. 54 Vikan Netfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.