Vikan


Vikan - 15.02.2000, Qupperneq 60

Vikan - 15.02.2000, Qupperneq 60
ERFID ÆSKUAR Leikkonan Rene RUSSO verður 46 ára hinn 17. febrúar. Hún er ein af fáum fyrirsætum sem hafa náð að skipta yfir í leiklistina með góðum árangri. Rene fær núna 350 milljónir króna fyrir hverja mynd og hefur leikið á móti hetjum eins og Mel Gibson, Clint Eastwood, Pierce Brosnan, Kevin Costner og John Travolta. Rene ólst upp við fátækt með móður sinni og systur í skuggahverfi í Burbank, þar sem ofbeldi og eiturlyf voru fastir þættir í tilverunni. Mamma hennar vann í flugvélafyrirtæki á dag- inn og sem gengilbeina á knæpu á kvöldin. Pabbi hennar var listamaður sem yfirgaf mæðgurnar þegar Rene var 2 ára og yngri systir hennar var nýfædd. Hann lést á síð- astliðnu ári. „Hann átti 12 eða 14 börn og var alltaf að flakka á milli kvenna," segir Rene. Táningsárin voru ekki mjög hamingjurík hjá Rene því frá 10 til 14 ára aldurs var hún með bakspelku sem hún mátti aðeins taka af einu sinni á sex mánaða fresti. „Á þessum aldri er maður að móta sjálfsálit og mér fannst ég vera algjör lúði. Mér var mikið strítt.“ Nú stríðir enginn þessari glæsilegu konu. SONURINN HŒTT KOMINN Stórsjarmörinn lOhll Travolta segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Hann á von á sínu öðru barni með eig- inkonunni, Kelly Preston, en fyrir eiga þau soninn Jett. Þau eiga allt sem hugurinn girnist en Travolta veit vel að það er stutt milli hláturs og gráts og peningar eru engin trygging fyrir hamingju. Hann segist hafa gengið í gegn- um erfiðustu lífsreynslu sína þegar minnstu munaði að hann missti son sinn. Jett veiktist alvarlega eftir að hafa óvart komist í tæri við teppahreinsiefni. „Ég sturlaðist alveg," segir Travolta. „Ég hef aldrei verið eins stressað- ur. Hann fékk alls konar einkenni, líkaminn bólgnaði upp og hann fékk rosalegan hita. Hann var næstum dáinn.“ Travolta og Preston voru að hreinsa teppinn í húsi sínu og áttuðu sig ekki á því að eiturefnin sem notuð voru höfðu ekki þornað þegar þau Jett fór að leika sér á því. „Hann borðaði eitthvað sem hafði dottið á gólfið. Þegar einkenn- in byrjuðu fórum við með hann í flýti á sjúkrahús og sem betur fer var japanskur læknir á vakt sem áttaði sig fljótt á hvað hafði gerst." FYRST OG FREMST Leikkonan Cvbill Shepherfl vakti mikla athygli á síðastliðnu ári þegar hún sagðist vera „í alvöru að íhuga að bjóða sig fram til forseta.1' Nú er kosningaslagurinn byrjaður og Cybill fylgist spennt með. Cybill verður fimmtug hinn 18 febrúar og telur sig hafa ýmsa kosti sem for- seti þarf að hafa til brunns að bera. Hún yrði líka fyrsti kvenkynsforseti í sögu Bandaríkjanna og fyrsti for- setaframbjóðandinn sem hefur átt í ástarsambandi við Elvis Presley. „Ég held að Cybill gæti komið ýms- um góðum málum áleiðis, eins og henni einni er lagið," segir Gloria Allar, kunnur lögfræðingur í Banda- ríkjunum sem hefur hvatt leikkon- una tilaðbjóða sig fram. A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.