Vikan


Vikan - 15.02.2000, Síða 61

Vikan - 15.02.2000, Síða 61
Bateman (1966), Seal Andrew Shue (1967), Cindy Crawford (1966), Ron Eldard (1965), (1963), Ivana Trump (1949), Peter Strauss (1947), Brenda Blet- hyn (1946). •V, M icha Jord el N anfl LETINGI í LÍKAMSRÆKT Breska leikkonan Jane SeVHIOUr, sem leikur kjarnakonuna dr. Quinn á Stöö 2, er aö verða 49 ára en hún lýtur út fyrir að vera miklu yngri. Hver skyldi vera galdurinn? „Ég er ekki þessi tauga- veiklaöa og öfgakennda líkamsræktartýpa," segir Jane. „Ég myndi frekar lýsa mér sem letingja sem sé of upptekin af öörum hlutum. Ég myndi frekar eyöa tíma meö börnunum mínum en í líkams- ræktinni." Jane eignaöist tvíbura fyrir fjórum árum og átti ekki í neinum vandræöum með að losa sig viö þau 19 kíló sem hún bætti á sig með- an á meðgöngunni stóö. „Ég veit ekki hvers vegna það er en ég á miklu auðveldara meö að ráöa við aukakílóin síðan ég eignaðist tvíþurana." Hún segir aö galdurinn felist einfaldlega í hollu og góöu mataræði. „Ég elska ferska ávexti, græn- meti, fisk og kjúkling og finnst ekkert spennandi aö fá mér eftirrétt eöa úða sósu yfir matinn minn. Öðru hverju fæ ég mér þó súkkulaði." ERFIÐ LEIÐ A TOPPINN Þokkadísin Denise RÍChardS þykir ein sú flottasta í Hollywood en hún býr ekki yfir miklum leikhæfileikum, eins og hún sýndi og sannaði í nýjustu Bond myndinni, The World Is Not Enough. Hún leikur líka í myndinni Drop Dead Gorgeous, sem nú er sýnd í kvik- myndahúsum hér á landi. Sá orðrómur hefur lengi verið á kreiki að Denise hafi sofið hjá áhrifamiklum mönnum í kvikmyndageir- anum til að koma sér áfram. Hún segir ekkert til í þessum sögum. „Ég hef ekki farið á mörg stefnumót síðan ég flutti til Hollywood en ég veit vel að þetta er leiðin sem sumar stelpur fara. Ég var að vísu mjög barnaleg þegar ég byrjaði í bransanum. Þó ekki svo barnaleg að ég héldi að það væri hægt að sofa sér leið á topp- inn," segir Denise, sem hefur verið með leikaranum Patrick Muldoon í nokkur ár en þau léku saman í myndinni Starship Troopers og nokkrum þáttum af Melrose Place. SPILAFÍKILL Körfuþoltasnillingurinn MÍCh- ael Jordan er fastagestur í spilavítum, ýmist í Las Vegas eða á Bahamas eyjum. Hann veit vart aura sinna tal og stundum virðist honum alveg sama hversu miklu hann tapar við spilaborðið. í upphafi ársins var hann á Atlantis spilavítinu á Bahamas og var skælbrosandi þrátt fyrir að hafa komið út í stórum mínus. Gömlu félagar hans í Chicago Bulls, þeir Dennis Rodman og Scottie Pippen, eru einnig fastagestir í spilavítum en þeir hafa orð á sér fyrir að vera ekki mjög rausnarlegir þegar þeir „tippa“ þjónustustúlkurnar. L

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.