Menntamál - 01.08.1942, Síða 12

Menntamál - 01.08.1942, Síða 12
2 MENNTAMÁL þjóðkunnir að góðu einu: mannkostum, dugnaði, gáfum. Hallgrímur, Sigurður og Aðalsteinn urðu forvígismenn samvinnufélaga á íslandi, en Jakob gerðist andlegur leið- togi. Ungur að aldri stundaði hann nám í Möðruvallaskól- anum, en þvínæst í Menntaskólanum og Háskólanum. Guðfræðipróf tók hann árið 1904 og sigldi sama ár til Vesturheims. Gerðist hann þar prestur íslenzks safnaðar og dvaldi vestra um 15 ára skeið, en kom heim árið 1919. Næsta ár eftir heimkomuna var hann kjörinn forseti Guð- spekifélags íslands. Hafði hann á hendi forystu þess félags til ársins 1928, er hann hóf skólastjórn á Eiðum. Skólastjóri var hann 10 ára skeið, en árið 1939 var hann skipaður fræðslumálastjóri landsins, þegar Ásgeir Ásgeirsson lét af störfum. Jakob Kristinsson er vinsæll maður og mikils virtur. Hann hefur hvarvetna komið fram sem mannkostamaður, og það hygg ég, að kennarastétt landsins og allir aðrir, er hlut eiga að máli, telji fræðslumálastjórasætið vel skipað, meðan hann situr í því. Jakob Kristinsson hefur ekki ritað ýkja mikið, svo að opinbert sé. En allt það, sem hann hefur birt og ræður, sem hann hefur flutt, bera merki snilldar í máli og hugsun. Við þessi tímamót 1 æfi J. Kr. kemur í hugann þessi spurning: — Á hvaða afmælisdegi hans kem- ur út bók með ritgerðum hans og ræðum? Sú bók ætti er- indi til allra hugsandi manna, en þeir eru, sem betur fer, margir á landi hér. G. M. M.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.