Menntamál - 01.08.1942, Side 16

Menntamál - 01.08.1942, Side 16
6 MENNTAMAL námsgreinir: islenzku, skólasögu o. fl. Nemendur skólans voru því margir þeir, sem höfðu áhuga fyrir tómstunda- vinnu, heimilisiðnaði eða listfengum vinnubrögðum. Þeir fundu þarna það, sem þá hafði áður vantað í viðfangs- efnum og eignuðust ný hugðarefni. Skólinn náði því brátt hylli og nemendatala hans jókst ört. Starfsemin hófst í litlum og lágreistum kjallaraherbergjum við Hverfis- götu, en nú hefur skólinn flutt í eigin húsakynni við Grundarstíg, þar sem híbýli eru vistleg og allrúmgóð fyrir hina fjölþættu starfsemi. Skólinn hefur nú lokið þriðja starfsári sínu; voru nemendur skólans í vetur alls 238 að tölu, en kennarar 14. Um þær mundir, sem grein þessi er skrifuð, (um miðjan maí), stendur yfir sýning á nemendavinnu skólans. Þar eru teikningar og vatnslitamyndir eftir yngstu nemend- urna 8—10 börn, þá pappavinna og annað föndur. Eftir eldri nemendur er útskurður og smíðisgripir margskonar, margir gripanna í gömlum þjóðlegum stíl, þá er þar einnig bókbandsvinna, leðurvinna, teikningar og málverk, sem sýna töluvert þroskaða nemendur. Sýningin ber vott um alúð og fjölbreytni í starfi skólans, en hins vegar hefði mátt vænta ennþá stærri sýningar eftir svo mikinn fjölda nemenda, sem skólinn tíundar. En eftir þessari sýningu að dæma og öðrum kunnleika, sem ég hef haft af starfi Handíðaskólans, tel ég, að skólinn eigi ekki einungis til- verurétt, heldur sé orðinn einn af hinum nauðsynlegu hlekkjum í menningarlífi okkar, sem við vildum ekki missa. Býst ég við, að svo fari flestum, sem kynnast starfi skólans. Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri hefur unnið gott og gagnlegt verk með stofnun skóla þessa. Mun fjárhagur hafa verið allþröngur í upphafi, en nokkuð raknað úr vegna mikillar aðsóknar nemenda og stuðnings frá stjórn- arvöldum fræöslumálanna. Lúðvíg hefir rekið skólann fyrir eigin reikning þessi þrjú ár, en 9. maí í vor var sú

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.