Menntamál - 01.08.1942, Page 18

Menntamál - 01.08.1942, Page 18
8 MENNTAMÁL Kennslugreinar í deildinni eru: Trésmíði: Almenn skólatrésmíði, smíði búshluta o. fl. Tréskurður, rennismíði, smíði skíða og húsgagna. Málmsmíði: Pjáturvinna, járnsmíði, drifsmíði. Pappavinna: Almenn pappavinna. Möppur, öskjur, stokkar o. fl. Bókband. Leðurvinna. Dráttlist: Vinnuteikning, fríhendisteikning, skrautteikn- ing. Föndur ýmiskonar. Steinsteypa, (steypa steina). íslenzka, skólasaga, uppeldisfræði, heilsufræði. Kennsla hefst 1. okt. og lýkur 30. apríl. Kennslan er ó- keypis, en nemendur greiði efniskostnað, enda verði munir þeir, sem þeir gera, eign þeirra að loknu náminu. Þó áskil- ur skólinn sér rétt til að mega halda eftir og kaupa ein- staka muni nemenda skv. tillögum og mati kennara og prófdómenda. Vegna vöntunar á hentugum vinnustað gat steinsteypu- námið ekki farið fram í vetur, en mun verða haft síðar í sumar eða haust. Inntökuskilyrði: 1. að umsækjandi sé fullra 18 ára að aldri. Þegar sérstaklega stendur á, getur skólastjóri þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði. 2. að umsækjandi sé ekki haldinn af næmum sjúkdómi. 3. að hann hafi óflekkað mannorð, og 4. að hann hafi hlotið góða almenna menntun. Þeir umsækjendur ganga fyrir öðrum um skólavist, sem lokið hafa almennu kennaraprófi í Kennaraskólanum, eða lokið hafa stúdentsprófi og sérnámi í uppeldisfræði og kennsluæfingum í Kennaraskólanum, eða, sem að dómi reynds skólamanns hafa mikla hæfileika til kennaranáms í námsgreinum skólans. Innritun: Endanleg innritun nemenda fer fyrst fram að

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.