Menntamál - 01.08.1942, Page 20

Menntamál - 01.08.1942, Page 20
10 MENNTAMAL Nemendur fá vinnustofur í skólanum til afnota frá kl. 9 f.h. til kl. 3 s. d. Kennarar deildarinnar eru listmálar- arnir Kurt Zier og Þorvaldur Skúlason. VI. Síðdegis- og kvöldnámskeið fyrir almenning. 1. Barnateikning. Fríhendisteikning og föndur fyrir börn á aldrinum 8—14 ára. Kennt einn dag í viku, kl. 5—7 e. h. 2. Almenn teikning og meðferð lita. Kennt 1. okt til 15. apríl. Tveir námsflokkar. Kennt í hvorum flokki tvö kvöld í viku, kl. 8—10. Fríhendisteikning (með blýanti, koli, krít og penna). Teiknað eftir ýmsum munum, lifandi plöntum, landslagi, líkama mannsins. Meðferð vatns- og olíulita. Ennfremur teikning vefnaðar- og útsaumsgerða, dúk- myndaskurður (Linoleum-skurður) o. fl. Er ekki gert ráð fyrir því, að þátttakendur stundi allar þessar greinir jöfn- um höndum, heldur sérhæfi sig hver á kjörsviði sínu, þeg- ar komið er yfir byrjunarstigið. 3. Rúmsæisteikning (Perspektiv-teikning). Kennsla þessi er fyrst og fremst ætluð þeim, sem hafa áhuga á sögu og þróun myndlista og stíls í handíðum, listiðnaði og bygg- ingarlist, svo og þeim, sem sjálfir stunda þessar greinir, eða hafa í hyggju að leggja þær fyrir sig. Kennsla þessi fer fram síðdegis, 4 stundir í viku. 4. Auglýsingateikning. Kennd er auglýsingaskrift og teikning. Kennsla þessi er fyrst og fremst ætluð verzlunar- og skrifstofufólki. Kennt er eitt kvöld í viku, okt.—apríl. 5. Bókband. 4 stundir á viku í hverjum flokki. Kennt kl. 5—7 og 8—10 e. h. 6. Tréskurður. 4 stundir í viku. Kennt kl. 8—10 e. h. Teiknistofa Handíðaskólans. í sambandi við skólann er starfrækt teiknistofa, sem tekur að sér ýmiskonar teiknivinnu, svo sem myndskreyt- ing bóka og tímarita, rúmsæisteikning (Perspektive-teikn- ing), myndskreyting kirkna o. fl.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.