Menntamál - 01.08.1942, Side 22

Menntamál - 01.08.1942, Side 22
12 MENNTAMÁI. Wáifiisstjórarnir og stöi'f þeirra Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri, fylgdi námsstjór- unum úr hlaði með útvarpserindi s. 1. haust. Var landinu skipt í fjögur eftirlitssvæði. Aðalsteinn Eiríksson í Reykja- nesi hafði svæðið Hnappadalssýslu og vestur og norður að Skagafjarðarsýslu; Snorri Sigfússon á Akureyri Skaga- fjörðinn og austur að Rifstanga; Stefán Jónsson í Stykkis- hólmi frá Rifstanga að V.-Skaftafellssýslu; Bjarni M. Jóns- son í Hafnarfirði hafði V.-Skaptafellssýslu að Hnappadals- sýslu. Nú hafa námsstjórarnir haldið fund með fræðslu- málastjóra og fulltrúum hans og látið skýrslu af hendi. Fundirnir stóðu yfir í Reykjavík dagana 24. j.úní til 27. júní s. 1. Fer hér á eftir sá útdráttur, sem fræðslumálastjórnin hefur látið blöðum í té um störf námsstjóranna. I. Verkefni námsstjóra voru einkum þessi: 1. Að athuga hvort gildandi lögum og fyrirmælum fræðslumálastjórnar hefði verið framfylgt, og hvort þau væru vel við hæfi þeirrar hugsjónar, sem keppt er eftir með skólahaldinu og hinna ytri aðstæðna, sem skólarnir eiga við að búa. 2. Að kynna sér starfsskilyrði kennara, aðbúð þeirra og barnanna, aðstæður til náms og þroska og árangur kennslu, með það fyrir augum, að ráðnar yrðu bætur á því, sem áfátt kynni að reynast. 3. Að kynna sér aga, stjórn og uppeldisáhrif skóla og heimila eftir föngum og hversu mikið samstarf er þeirra í milli og hvernig það yrði bætt og aukið.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.