Menntamál - 01.08.1942, Side 27

Menntamál - 01.08.1942, Side 27
MENNTAMÁL 17 llamirs T. Hagndsson: Eru landspróím ad spilla iestrark iiii natÉu iinl ? Það var nokkur nýlunda í íslenzkum fræðslumálum, þegar hln svonefndu landspróf í móöurmáli og reikningi voru upp tekin, og það, sem meira var um vert: Þau höfðu þá tvo höfuðkosti, að þau gátu sýnt allglögga mynd af lestrar- og reikningskunnáttu barna í landinu, og þau munu hafa orðið til að skapa nokkurn metnað um það að sýna þarna sæmilega kunnáttu. Þau munu því hafa ýtt undir það að meiri áherzla var lögð á þessar námsgreinar eftir en áður, og ekki síst þar, sem þess var mest þörf. Þetta eru tvö mikils verð atriði, þó hef ég alltaf skilið hið fyrr- nefnda sem höfuð tilgang landsprófanna. En próf þessi hafa einnig sína galla, og sá er stærstur, að þau fela í sér þá hættu að skapa yfirborðshátt í þessum námsgreinum, og ég hygg, að þær raddir séu aö verða fleiri og háværari, sem halda því fram, að landsprófin séu að spilla lestrarkunnáttunni í landinu með þeirri einhliða áherzlu, sem þau leggi á lestrarhraðann, og sá hraði, sem landsprófin verðlauni með hæstu einkunnum, sé æfður á kostnað hins stílhreina lesturs með réttum áherzlum og réttum þögnum. Og ég get ekki neitað því, að ég hygg að þessar raddir hafi nokkuð til síns máls. Landsprófin hafa nú verið framkvæmd í 10 ár. Á hverju vori eiga börnin von á þessu prófi. Börn eru metnaðargjörn, og þau vita, að þau fá því hærri einkunn, að öllum jafnaði, sem þau geta lesið fleiri atkvæði. Þetta vita foreldrar líka, og jafnvel þótt við gerðum ráð fyrir því, að enginn kennari léti þessi

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.