Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 28
18 MENNTAMÁL yfirvofandi landspróf leiða sig á nokkra glapstigu í þess- um efnum, þá fer varla hjá því, að þessi stöðugu lands- próf verði meira keyri á lestrarhraðann en hollt er. Skýrslur hafa sýnt batnandi ástand viðvíkjandi lestrar- hraðanum á þessu tímabili, en ég óttast, því miður, að ef hægt væri að leggja annan og réttari mælikvarða á lestur- inn eftir þetta 10 ára kapphlaup, þá myndum við tæplega verða eins ánægð með árangurinn. Enda þótt lestrarhraði sé mikils virði nú á tímum hins mikla hraða, þá er þó langt frá því, að hann sé aðalatrið- ið, um það þarf ekki að ræða. Á meðan íslenzk tunga er töluð og íslenzkt mál lesið, þá verður það hinn rétti fram- burður og hrynjandi, sem mestu máli skiptir, en ekki sá atkvæðafjöldi sem hægt er að lesa á einhverjum tiltekn- um tíma. Þetta vita allir, og ekki hvað síst fræðslumála- stjórnin, sem sendir út landprófsverkefnin. En spurningin er aðeins sú, hvort við kennarar séum nógu vel á verði í þessum efnum, hvort við látum ekki hraðamælingu lands- prófanna villa okkur sýn, að einhverju leyti, á hinum vandrötuðu leiðum lestrarkennslunnar. Nú er það svo, að tæplega er völ á öðrum mælikvarða til að fá heildarmynd af lestrarkunnáttunni í landinu, en einmitt þessum hraðamælikvarða, og verður því engu um þokað þar. Ég álít heldur ekki rétt að þurrka lands- prófin út, en hins vegar hygg ég, að óhætt muni vera að lina nú nokkuð á sprettinum, og færa landsprófin í það horf, að þau yrðu ekki haldin nema þriðja, eða jafnvel fimmta hvert ár. Með því ætti fræðslumálastjórnin að fá nægilega glögga mynd af þróuninni í þessum efnum, en hins vegar verður að treysta skólunum og heimilunum til þess að slaka hér ekkert á, gefa sér þvert á móti tíma til að leggja meiri alúð við þessar námsgreinar en flestar aðrar. Með þessu væri þó að mestu þurrkuð út sú hætta, að lögð yrði of einhliða áherzla á lestrarhraðann. Jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.