Menntamál - 01.08.1942, Side 30

Menntamál - 01.08.1942, Side 30
20 MENNTAMÁL Dlsrgrét Jónsdóttir: Dómarnlr um börnln Ég hefi oftlega undrast það, hve íbúum höfuðstaðarins er gjarnt til að tala illa um börn og kveða upp ómilda dóma um framferði þeirra allt, furða sig stórlega á fá- vizku þeirra og fáfræði, dæma þau yfirhöfuð hart, miklu harðar en þegar hinn fullorðni maður á í hlut. Þá hefir sú stétt manna, er hefir kosið sér það hlutverk í lífinu, að uppfræða börn höfuðstaðarins, nefnilega barnakennararnir, fengið sinn skerf af dómunum. Ef það ber við, að eitthvað þyki afsakanlegt við framferði eða þekkingu Reykjavíkurbarnsins, þá er sökinni venjulega varpað á barnakennarana. Þeir eru óalandi og óferjandi í augum margra manna, svo að það má heita mesta furða, ef barnakennari fær að njóta sannmælis, hve góðum gáf- um sem hann kann að vera gæddur, og hve miklu sem hann afkastar. Og þó að hann sé fyrir löngu hættur við kennslustarfið og skipi nú einhvern veglegri sess í þjóð- félaginu, að dómi almennings, þá er árum saman haldið áfram að spyrja með mesta fyrirlitningarsvip, hvort þessi maður sé ekki kennari við Austur- eða Miðbæjarskólann o. s. frv. Það liggur við, að segja megi um kennaranafnið líkt og Stephan G. kvað um íslendingsnafnið: „Og hitt, hve hið einkennda íslendingsnafn er útséð að hanga á oss jafnt, um nöfn vor þó skiptum og skiljum við þau, sem skugginn oss það fylgir samt.“ En það var nú ekki ætlunin í erindi þessu, að fara að

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.