Menntamál - 01.08.1942, Síða 34

Menntamál - 01.08.1942, Síða 34
24 MENNTAMÁL Matthiasar „Hátt ég kalla“, og afbaka þannig niðurlag síðara erindisins: „Til þín hljóður, guð minn góður, græt ég eins og barn hjá móður,“ og sjá svo, að þessi villa, sem gerir hina stórbrotnu sam- líkingu skáldsins að rökleysu, hefir komizt inn í sálma- kver, já meira að segja í aðra útgáfu. Barnið grætur til móður sinnar og heimtar til hennar, og í móðurfaðmi fær það huggun, og Matthías, trúarskáld- ið mikla, þráih guð eins og barnið móður sína, og í sam- félaginu við hann finnur hann frið. „Til þín hljóður, guð minn góður, græt ég eins og barn til móður.“ Eða t. d. þegar ég heyrði tvívegis sama veturinn farið þannig með hina alkunnu vísu úr Aldamótaljóðum Hann- esar Hafsteins. „Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum fósturmoldin frjóa, farsældin vex í landi nýrra skóga.“ í annað skiptið var þetta gert í útvarpsræðu á fjöl- mennri samkomu, í hitt skiptið var það nýbakaður há- skólakandidat, er flutti ræðu á félagsfundi hér í bænum. „Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa menningin vex í lundi nýrra skóga.“ Þannig er vísan rétt. Ég verð að játa, að ég á bágt með að skilja, hvernig vísan hefir afbakast þannig, því að hér getur ekki verið um mismæli aö ræða.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.