Menntamál - 01.08.1942, Side 36

Menntamál - 01.08.1942, Side 36
26 MENNTAMÁL En viti menn! Karlinn fékk að vísu sinn dóm fyrir rétt- inum, og blöðin gátu eitthvað um hann. Eu í almanna- rómi og bæjarslúðrinu, sem lengi smjattaði á þessu sorg- lega máli, varð hann því nær aukaatriði. Hann var yfir- leitt sjaldan nefndur á nafn í sambandi við málið, að minnsta kosti ekki svo ég heyrði. En mikið var rætt um siðspillingu barnanna ög hvílíkir aumingjar þessar stelpur væru. Og barnaskólinn fékk auðvitað sinn bróðurpart. Hneykslið í barnaskólanum, eða hneykslismálið, sem upp kom í barnaskólanum, var venjulega sagt, þegar þetta bar á góma. En hneykslið hafði gerzt einhversstaðar úti í bæ, og hafist á þeim tíma, sem engir skólar störfuðu. Karl- inn hefur sjálfsagt einhverntíma verið fermdur upp á Helgakver, og að líkindum hefur hann aldrei í barna- skóla komið, og því ekki spillzt í honum, og þess vegna hlaut hann líka tiltölulega vægan dóm samborgara sinna, en það var öðru máli að gegna um vesalings stúlkubörnin í barnaskólanum. — En mér hefði þótt vel við eiga að segja við þennan aldraða föður, það sama og Hallgerður sagði við Þjóstólf forðum: „Eigi ert þú engi í leikinum.“ Og oft hefur mér komið þessi setning í hug, þegar rætt er um setuliðið og ungu stúlkurnar, og yfirleitt þegar dæmt er um þess konar mál, því að það er segin saga, að það eru stúlkurnar, sem dæmdar eru, og það jafnvel þótt þær séu börn að aldri. Eins og öllum er kunnugt og oft hefur verið minnst á, hefur Reykjavíkurbær vaxið mjög mikið á fáum árum, það mætti ef til vill segja, eins og stundum er sagt nú um þessar mundir, að Reykjavík hafi vaxið með Hitlers- hraða. Mjög margt, sem er ábótavant og ófullkomið í upp- eldi Reykjavíkurbarnsins nú, og það er vissulega margt, á vafalaust rætur sínar að rekja til þessa öra vaxtar bæj- arins. En enga sök eiga börnin á því. Og hvern er í raun og veru hægt að sækja til sakar í þessu máli, Allir hugs-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.