Menntamál - 01.08.1942, Side 43

Menntamál - 01.08.1942, Side 43
MENNTAMÁL 33 og uppbót þessi fari eigi fram úr upphæð, sem svarar til 650 kr. grunnlauna á mánuði. Sams konar heimild veitist. einnig ríkisstofnunum, sveitar- og bæjarfélögum og stofn- unum þeirra. Verðlagsuppbótin skal nema fullri hækkun vísitölunn- ar, miðað við grundvöllinn janúar—marz 1939 (= 100). Uppbót greiðist þó ekki af þeim hluta launa, sem er fram yfir 650 kr. á mánuði. Nú tekur maður laun, eftirlaun eða fasta þóknun fyrir fleira en eitt starf eða hjá fleiri ríkisstofnunum í senn, og skal þá reikna uppbótina af launum samanlögðum og skipta hlutfallslega á þá aðila, sem launin greiða. Verðlagsuppbótin greiðist á launin að viðbættri þeirri dýrtíðaruppbót, sem nú er greidd samkvæmt lögum. Verðlagsuppbót greiðist einnig á skrifstofufé og em- bættiskostnað, sem embættis- og starfsmönnum er greitt úr ríkissjóði, að undanskilinni húsaleigu og húsaleigu- styrk. Greiða skal verðlagsuppbót á styrki þá, sem greiða ber samkv. lögum nr. 33 1940, um héraðsskóla, lögum nr. 60 1938, um húsmæðrafræðslu í sveitum, lögum nr. 48 1930, um gagnfræðaskóla, svo og á styrki til iðnskóla. Ríkissjóður og hlutaðeigandi bæjarsjóður greiða hvor um sig sömu verðlagsuppbót á þann styrk, sem þeim ber að greiða viðkomandi skóla, og greidd er embættis- og starfsmönnum ríkisins þann tíma, sem skólarnir starfa. Þá var einnig fyrir atbeina Bandalagsins samþykkt til- laga til þingsályktunar um lífeyrissjóð embættismanna og lífeyrissjóð barnakennara, svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta undirbúa

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.