Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 45
MENNTAMÁL
35
sér fyrir endurskoðun launalaganna í heild. Það er að-
kallandi nauðsynjaverk, því að ósamræmi hefur skapast
milli starfsflokka, svo að óeðlilegt er. Virðist forysta Banda-
lagsins í byrjun hafa tekizt vel, en stjórn þess skipa: Sig-
urður Thorlacius, skólastjóri, formaður, Lárus Sigurbjörns-
son, rithöf., varaformaður, Guðjón B. Baldvinsson, skrif-
stofumaður, ritari, Þorvaldur Árnason, bæjarfulltrúi Hafn-
arfirði, gjaldkeri, en meðstjórnendur: Ásmundur prófess-
or Guðmundsson, Guðmundur símritari Pétursson, Sigurð-
ur skólameistari Guðmundsson, Akureyri. Varamenn: Niku-
lás Friðriksson umsjónarmaður, Kristinn Ármannsson
Menntaskólakennari, Ingimar Jóhannesson kennari, Sveinn
G. Björnsson, póstfulltrúi.
Þess má geta, að fitjað hefur verið upp á nokkrum mál-
um innan Bandalagsins, sem smám saman munu fá af-
greiðslu. Má þar nefna útgáfu sameiginlegs málgagns sam-
takanna. G. M. M.