Menntamál - 01.08.1942, Page 54

Menntamál - 01.08.1942, Page 54
44 MENNTAMÁL Gnðjón €ruðjóns$on, slióla- stjóri, lieiðradnr Guðjón Guðjónsson, skólastjóri í Hafnarfirði, átti fimm- tugsafmæli 23. marz síðastliðinn. Hann hefur komið mjög við sögu skólamálanna í nálega aldarfjórðung, auk ým- issa annarra mála, er hann hefur tekið virkan þátt í. Guðjón er fæddur á Akranesi, en ólzt upp í Húnavatns- sýslu. Árið 1914 lauk hann burtfararprófi úr Flensborgar- skóla og kennaraprófi 1916. Gerðist hann fyrst kennari í Vestmannaeyjum og síðan á Stokkseyri. Frá 1919 til 1930 var hann kennari í Reykjavík, en það haust var hann skipaður skólastjóri í Hafnarfirði og gegnir því starfi síðan. Hann hefur setið allra manna lengst í stjórn kennarasambandsins eða 20 ár. Þegar Ríkisút- gáfa skólabóka hóf starfsemi sína, kusu kennarar Guð- jón í stjórn fyrirtækisins og hefur hann verið endur- kosinn síðan. — Stjórn kennarasambandsins heimsótti Guðjón á fimmtugsafmælinu, en á næsta fundi sambands- stjórnar var honum afhent skrautritað ávarp, þar sem stjórnin, fyrir hönd kennaranna og skólamálanna í land- inu, þakka Guðjóni langt og gott starf í þágu félags- og menningarmálanna. — Guðjóni var sýndur margskonar vináttuvottur á afmælinu m. a. frá samkennurum hans, nemendum og skólanefnd Hafnarfjarðar.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.