Menntamál - 01.08.1942, Qupperneq 61
MENNTAMÁL
51
IIa n ni's llagiulsHiin:
U íigliiigareglaii
Merkur maður vestur í Ameríku hefur látið þau orð
falla, að Ameríkumenn framleiddu nú ekki jafn mikið af
neinu eins og skemmdum börnum. Ef einhver sannleikur
felst í þessu, þá boðar það vissulega ekki neitt glæsilega
tíma fyrir okkur, sem í víngarði uppeldismálanna vinnum,
því að það er ákaflega hætt við, að Ameríka sé ekki ein
um þessa framleiðslu, því miður. En hvort sem í þessum
orðum felast nú mikil eða lítil sannindi, þá er hlutverk
uppalandans nú svo erfitt og ábyrgðarmikið, að sjaldan
hefur reynt eins á þolrif hans hina síðustu áratugi.
Það er því engin tilviljun, að kennarar munu nú yfir-
leitt beina athygli sinni að öllu því, sem getur stutt heil-
brigt uppeldi æskunnar meir en verið hefur. Við höfum
ef til vill ráð á því á hinum góðu dögum, að leggja höfuð-
áherzluna á fræðsluna og þekkinguna, en þegar eitthvað
syrtir í lofti, þá lítum við spyrjandi augum í allar áttir
og leitum eftir uppalandi öflum, einhverju, sem skap-
gerðaruppeldinu má að gagni koma, og á slíkum tímum
lifum við einmitt nú.
Einn af hinum merkustu þáttum uppeldisins er fé-
lagsuppeldið, og framtíð hvers einasta manns veltur að
mjög verulegu leyti á því, hvernig sá grundvöllur er lagður
í fyrstu. Ég ætla að fara nokkrum orðum um félagsskap,
sem ég tel að geti oröið snar þáttur ekki aðeins í félags-
legu uppeldi æskunnar, heldur einnig frá hinu almenna
sjónarmiði.
Það eru nú liðin 55 ár síðan unglingaregla I.O.G.T. var