Menntamál - 01.08.1942, Side 68
58
MENNTAMÁL
Greinar um Rússland og Bandaríkin.
The Schoolmaster hefur flutt ýtarlega greinaflokka, myndum prýdda,
um bandamenn Englendinga, Rússa og Bandaríkjamenn. Er þar
söguleg kynning á löndum og þjóðum og einkum lögð áherzla á ham-
farir þær i menningarátt, sem oröið hafa í Rússlandi á tveimur
síðustu áratugum.
Barátta norskra kennara og presta
gegn nazistum í Noregi vekur alheimsathygli. The Sch.m. hefur
nú birt greinaflokk um þá baráttu. Eru greinarnar komnar í 5 tölu-
blöðum, en ólokið ennþá. Væri vafalaust ómaksins vert að snara
þessum greinum á íslenzku, til þess að kynna íslendingum þá menn-
ingu, sem nazistar boða Norðurlandaþjóðunum.
Tillaga um Biblíusögurnar.
Fundur, haldinn í „Félagi barnakennara á Reykjanesi" 24. apríl
1942, telur hina nýju kennslubók í kristnum fræðum fyrir barna-
skóla of erfiða og torskilda börnum og óþroskuðum unglingum, og
mun óheppilegri sem kennslubók en Biblíusögur Klaveness. Vegna
þessa skorar fundurinn á Samband ísl. barnakennara að beita sér
fyrir því, að bók þessi verði lögð niður sem löggilt kennslubók, og
að önnur léttari og betri komi í staðinn, eða að öðrum kosti séu
fyrnefndar biblíusögur lögleiddar á ný.
Tillaga þessi var samþykkt með öllum atkvæðum. Umræðuefni
fundarins var „Kristindómsfræðsla í barnaskólum".
Valdimar Össurarson.
IJtdráttur úr fundargjörð aðalfundar
Kennarafélags Eyjafjarðar.
Kennarafélag Eyjafjarðar hélt aðalfund sinn á Akureyri dagana
30.—31. júní. Á fundinum mættu 30 kennarar. Helztu mál, sem
fundurinn tók til meðferðar, voru þessi: Móðurmálið, námseftirlitið,
námskeið, námsbókaútgófan, „ástandið" og börnin, kennslutæki, inn-
anlandsnámsferðir kennara o. fl.
Helztu tillögur og ályktanir fundarins:
1. Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar vorið 1942 telur, að
kennslueftirlitið, sem nú er hafið, sé þýðingarmikið spor í rétta átt,
og alveg sérstaklega það form, sem var á því hér norðanlands. Skorar
fundurinn því fastlega á fræðslumálastjórnina að halda áfram sams-
konar aðstoð og eftirliti, nema hvað nauðsynlegt væri, að náms-
stjórinn gæti varið til starfsins lengri tíma.