Menntamál - 01.12.1943, Síða 4

Menntamál - 01.12.1943, Síða 4
50 MENNTAMÁL Nei, líffræðilega séð er það veruleiki, en ekki ímyndun ein, hve drengjunum er það meðfætt að hrífast fljótt af fornhetjum og sögum þeirra. Þegar stúlka þykist vera Áslaug kráka í kotinu og væntir Ragnars loðbrókar eða hún læzt vera kóngsdóttir einhvers ævintýrsins, þá eru að endurfæðast í henni draumar formæðra, sem skópu þessar sögur og létu þrá sína og reynslu krystallast í þeim. Við aukinn þroska finnur stúlkan til blóðskyldu við Guðrúnu Ósvífursdóttur eöa Auði Vésteinsdóttur, Steinvöru á Keld- um eða Þórunni á Grund. Lífeðlistengslin eru sterk, en styrkjast þó mjög við aukin andleg tengsl. Þau mega styrkj- ast. Hin vaxna kynslóð nútíðar hefur eflaust sitt úr hverri hinna liðnu kynslóða, en umhverfisáhrif og uppeldi hafa fjarlægt hana frá þeim öllum. Sama á við um næstu kyn- slóð, börnin, sem eiga eftir að fjarlægjast forfeðraeðlið í enn aðra átt, svo að megintengsl þeirra við okkur liggi gegn- um sameiginlegt forfeðrablóð okkar og þeirra. Menn halda, að börn, sem við eignumst og kennum, verði eftirmynd okkar. Nei, það verða þau áreiðanlega ekki nema í sumu. Þau fjarlægjast okkur nú þegar óðfluga. Náttúran er náminu ríkari, og ég neita því, hvað sem umhverfisáhrifum líður, að börnin séu neitt að ráði skyld- ari og eðlislíkari okkur en foreldrum okkar eða forfeðr- um aftan úr öldum. Við erum 34. kynslóð frá landnámi að meðaltali, og mér liggur við aö segja, að líkurnar fyrir nánari skyldleik barnanna við okkur en hinar 33 séu að- eins ein á móti 33. Ég þarf varla að skýra þetta álit mjög líffræðilega. Við vitum nú, að þau eru ekki bein af okk- ar beinum. Þau eru aðeins vaxin af sinni frumunni frá hvoru foreldranna. Einungis helmingur af erfðaberum hvors foreldris, krómosómum eða litnum, berst til afkvæm- is með frumunni, svo að það líkist foreldri í mesta lagi að hálfu og ríkjandi eiginleikar eru oft sóttir mjög langt til forfeðra, sem litnin í frumunni eru komin frá. Telja

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.