Menntamál - 01.12.1943, Qupperneq 58

Menntamál - 01.12.1943, Qupperneq 58
104 MENNTAMAL aðir og barðir. í Fáberg stóðu þeir hríðskjálfandi í tvær klukkustundir og biðu eftir skepnuvögnunum, sem áttu að flytja þá til Þrándheims. 54 fangar voru reknir inn í hvern vagn. Voru þrengslin svo mikil, að vart var hægt að hreyfa legg né lið, og á hinni löngu leið, sem nú var fyrir höndum, fengu fangarnir aldrei tækifæri til að sinna þörfum sínum. I Fáberg og víðar, komu konur og félagar úr Rauða- krossi Noregs með matgjafir til fanganna, en allt matar- kyns var tekið af þeim með harðri hendi. Eftir 18 stunda ferð, kom lestin til Þrándheims. Þar beið skip, sem átti að flytja fangana norður með ströndinni, í þrælkunina í nyrsta héraði Noregs, Kirkenes. Þetta skip var ekki stærra en svo, að vistarverur undir þiljum fylltust brátt og fjöldi fanga varð að hírast á þilfari og leggjast þar til svefns. En niðri í skipinu voru þrengslin svo mikil, að fangarnir urðu að liggja á hliðinni og hvíla höfuð sín milli fóta þeirra, er í næstu röð lágu. Krankleiki og hósti jókst, einn fanginn fékk lungnabólgu og hastarlegan hita, annar, sem var gamall maöur, missti vitið. í Þrándheimi komu enn matarsendingar frá Rauða krossinum til fanganna, og þar var í eina skiptið á ferö- inni leyft að fangarnir fengju að bragða á þessum fram- rétta mat. Þegar komið var norður til Bodö nam skipið staðar og hélt þar kyrru fyrir i 6 sólarhringa. Fangarnir fengu sem fyrr brauðpíring og saltfisk, sem var útbleyttur í stórum tunnum og etinn hrár. Bættust nú á ýmsar hörm- ungar. Stórviðri brast á með kafaldshríð, svo að þeir, sem höfðu dvalizt ofan þilja urðu nú að skreiðast niður í skipið, en þrengslin urðu ægileg. Eitt sinn fór norskt skip framhjá fangaskipinu. Nokkrir kennarar veifuðu til landa sinna, en var refsað með því, að tekinn var af þeim brauð- skammturinn einn sólarhring. Norður í Harstad og Tromsö kom Rauði krossinn með matvæli, en til einskis kom sú hjálp, kennararnir fengu ekki að þiggja munnbita.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.