Menntamál - 01.12.1943, Síða 36

Menntamál - 01.12.1943, Síða 36
82 MENNTAMÁL fylgja meistaranum, enda virðast lítil skilyrði fyrir slíka trú meðal þjóðanna, þó að þær kalli sig kristnar. Hitt viðfangsefnið að skilgreina og gera upp á milli trú- arskoðananna tekst mun betur, en það er efni, sem aldrei hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal okkar ís- lendinga, sem betur fer. Hér hafa Kierkegaard eða Björns- son ekki gert neinn vitlausan og þætti ólíklegt að slíkt gæti komið fyrir. Aftur á móti hafa flestir íslendingar, sem bækur lesa, lesið „Á guðs vegum“ og mörgum eru kær orðin, í niðurlagi hennar: „Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir“. Þar með eru útilokaðar margar deilur um trúarefni. Hér hafa menn almennt kosið að rífast heldur um eitthvað skemmtilegra en himnaríki og helvíti, og telja skynsamlegra að snúa tali sínu að einhverju, sem frekar er hægt að henda reiður á. í rauninni eigum við íslendingar mikið að þakka for- vígismönnum trúmálanna hér á landi, það sem af er þessari öld. Vegna víðsýni þeirra og áhrifa hafa trúmáladeilurn- ar aldrei orðið eins víðtækar hér og víða annars staðar. Hér þykja giftingar skipta meiru máli en trúarskoðanir og er það vel farið. Nú telja sumir, að blika sé á lofti meðal okkar í þessum efnum, en ekki skulum við vera varbúin, ef sú blika verður að éli. Fylkjum okkur því um merki séra Páls Sigurö'ssonai', Jón biskups Helgasonar, Haraldar Níels- sonar og annarra skoðanabræðra þeirra. Allir þessir menn munu hafa verið sammála um það, að þar sem góðir menn færu væru guðs vegir, hvað svo sem þeir hafa haldið um orðið, sem varð hold. Þess varð heldur ekki langt að bíða, að höfundur „Orðs- ins“ fengi annað viðfangsefni til að glíma við, en að elta ólar við kreddutrúarfólk. Sjónleikur hans „Níls Ebbesen" er glöggt dæmi þess. Hann var skrifaður eftir að Þjóð- verjar höfðu hernumið Danmörku, eins og kunnugt er og skal hans ekki nánar getið, enda kannast flestir við hann úr útvarpinu.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.