Menntamál - 01.12.1943, Page 71

Menntamál - 01.12.1943, Page 71
MENNTAMÁL 117 um um fræðslumálastjórn frá 1930 og heimilað er í fræðslulögunum frá 1936, verið framkvæmt þannig undanfarna 2 vetur, að 4 náms- stjórar hafa feröast um landiö nokkra mánuði hvern vetur. Sökum þess, hvað árlegur tími til eftirlitsins var stuttur, þá gátu námsstjór- arnir aðeins dvalið skamma stund á hverjum skólastað og nokkur skólahverfi urðu útundan. Sú reynsla, sem fengin er af störfum námsstjóranna undanfarin 2 ár hefur sannfært hlutaðeigendur um gagnsemi eftirlitsins. Prá því í haust er sú skipun á oröin um náms- stjóraembættin, að' námsstjórarnir starfa nú allt árið. Undanfarna 2 vetur fengu þeir skólastjórar og kennarar, sem önnuðust kennslu- eftirlitið, frí frá skólum sínum þann tíma, sem þeir störfuðu að eftirlitinu og má því nærri geta, að hugur þeirra hefur að nokkru leyti verið bundinn við skóla þeirra og nokkrar áhyggjur hafa þeir haft af því, að geta ekki sjálfir annast þá nemendur, sem þeir áttu að kenna eða sjá um í skólum sínurn. Það má því segja, að brotið sé viö blaði í sögu kennslueftirlitsins. Nú geta þeir, sem eftirlitið annast, gefið sig heila og óskipta að náms- stjórninni. Munu bæði kennarar og skólanefndir fagna því, að náms- stjórarnir geta nú gefið sér góðan tíma til skrafs og ráðagerða. Þann tíma, sem skólar starfa, munu nárnsstjórarnir fyrst og fremst athuga og leiðbeina um sjálfa kennsluna og starfið í skólunum, en hinn tím- ann frekar um hin ytri skilyrði til þess, að árangur af skólastarfinu geti orðið sem heillavænlegastur. í haust var Jóns B. Jónsson ráðinn fræöslumálafulltrúi fyrir Reykja- víkurbæ og jafnframt námsstjóri barnafræðslunnar í Reykjavík. Er þetta mjög þörf ráðstöfum, því að ófært var, að i jafnstórum bæ og höfuöborgin er, skyldi ekki vera nein miðstöð fyiir fræðslumál hennar. Á austur- og suðvesturlandi eru sömu námsstjórar og 2 undanfarna vetur, þ. e. Bjarni M. Jónsson fyrir Suðvesturland og Stefán Jónsson fyrir Austurland. í staö Snorra Sigíússonar á Norðurlandi kom Frið'- rik Hjartar, skólastjóri á Siglufirði, og í stað Aöalsteins heitins Sig- mundssonar, námsstjóra Vesturlands, kom Þorleifur Bjarnason kenn- ari á ísafirði. Með því að veita nauðsynlegt fé til framkvæmda kennslueftirlits-* ins í því horfi, sem það er nú orðið, hefur Alþingi og ríkisstjórn stuðlað að því, að allt það fé, sem veitt er til barnafræðslunnar geti komið aö enn betri notum nú en áður. Sjálfstæðismálið og kennarastéttin. Eftirfarandi tillaga kom fram á stjórnarfundi S. í. B. í haust: Stjórn S. í. B. telur sér skylt, m. a. vegna einróma samþykktar upp- eldismálaþingsins s. 1. sumar, að styðja að því eftir mætti, að lýð-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.